
Ég hef ekki þrek til að gera keinur ein svo ég fékk Kidda minn í lið með mér til að fletja út og svoleiðis. Við gerðum 3 uppskriftir í dag
Kleinur
- 3 egg
- 4-5 dl súrmjólk
- 125 gr smjörlíki
- 1 kg hveiti
- 250 gr sykur
- 4 tsk lyfitduft
- 2 tsk kardimommur
- 2 tsk matarsódi
- Palmín til steikningar
Ég geri þetta þannig að ég set þurrefnin á hreint borð og blanda þeim saman svo hnoða ég við smjörlíkinu sem á að vera mjúkt svo set á smátt og smátt saman við eggin og súrmjólkina sem ég er búin að hræra saman í skál áður, hnoða þetta upp og flet út og sker eftir kúnstarinnar reglum með kelinujæarninu mínu en pizza skeri gerir alveg jafn gott. Ég hef alltaf steik mínar kleinur í palmín feiti því það kemur ekki eins mikið svona klístur upp í gómin þegar maður borðar kleinurnar.
Ég set uppskirftina líka í dálkinn sem er fyrir kökur og kaffibrauð og meira af myndum