Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

Kleinur 

1/25/2014

0 Comments

 
Picture
Uppskriftin kemur upphaflega frá ömmu minni og er ofsalega góð. 
Ég hef ekki þrek til að gera keinur ein svo ég fékk Kidda minn í lið með mér til að fletja út og svoleiðis. Við gerðum 3 uppskriftir í dag 


Kleinur

  • 3 egg 
  • 4-5 dl súrmjólk 
  • 125 gr smjörlíki
  • 1 kg hveiti
  • 250 gr sykur
  • 4 tsk lyfitduft 
  • 2 tsk kardimommur 
  • 2 tsk matarsódi 
  • Palmín til steikningar 


Ég geri þetta þannig að ég set þurrefnin á hreint borð og blanda þeim saman svo hnoða ég við smjörlíkinu sem á að vera mjúkt svo set á smátt og smátt saman við eggin og súrmjólkina sem ég er búin að hræra saman í skál áður, hnoða þetta upp og flet út og sker eftir kúnstarinnar reglum  með kelinujæarninu mínu en pizza skeri gerir alveg jafn gott. Ég hef alltaf steik mínar kleinur í palmín feiti því það kemur ekki eins mikið svona klístur upp í gómin þegar maður borðar kleinurnar.  


Ég set uppskirftina líka í dálkinn sem er fyrir kökur og kaffibrauð og meira af myndum


0 Comments

Lasagna að mínum hætti

1/23/2014

0 Comments

 
Picture
Lasagnað mitt, í dag ætla ég að bera fram með þessu Foccasia brauðið sem uppskrift er að hér í Brauð og brauðréttir og líka fersk salat og ferskan parmessan ost

Kjötsósan:
  • c.a 500 gr nautahakk
  • 1-2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 1 lítil dós tómatpúrre (2-3 msk)
  • 1 laukur
  • 1-2 sellery stönglar
  • Beikon ( má sleppa)
  • 1-2 gulrætur
  • 3-6 hvítlauksgeirar ( eftir smekk)
  • Sveppir
  • 1-2 tsk nautakraftur ( smakka til )
  • Salt og pipar ( smakka til )
  • Oregano c.a. 1 tsk
  • Basil gott búnt ef þið notið ferska það er best eða c.a 1 tsk þurkaða
  • Rauðvínslögg ( má sleppa)
Byrjið að brúna hakkið og þá er lauk og hvítlauk bætt í  svo er restinni bara bætt í og látið malla í einhverja stund því lengur því betra bara en allavega 20 mín

Ostasósa:

  • 3 msk Smjör
  • 3 msk  hveiti
  • c.a. 4 dl mjólk
  • c.a 100- 200gr rifin ostur, bara eftir smekk
Gerið hvítan jafning ( eins og uppstúf er gert ) Bræða smjörið. Bæta við hveiti og hræra vel í á meðan. Hella mjólkinni útí og láta suðuna koma upp. Ostinum blandað saman við þar til hún verður ljósgul og sæt gott að bragðbæta með múskati. 

Setið svo kjötsósuna lasagna plötur og ostasósu lag ofan á lag – kjötsósa – ostasósa lasagnaplötur og svo aftur og svo gratinost yfir og inn í ofn með þetta í c.a 30 mín með ofninn stilltan á 220°c – berið fram með góðu matar brauði , ferskum parmessan osti og fersku salati

Mikilvæg tipps með þetta

Ostasósan er ekkert algerlega nauðsynleg í raun og veru, ég nota hana ekki alltaf.

það má blanda nauta og svína það er ódýrara þegar upp er staðið.

ferskt basil og oregano er töluvert betra en alls ekki nauðsynlegt.

það má nota allskonar grænmeti í þetta t.d smá sellery (ekta ítalskt og gott)– sveppir er mjög gott og einnig nota ég stundum sukkini í þetta, bara prófa sig áfram.

það má nota allsskonar ost til tilbreitingar ofan á ég set stundum smá klípur af gráðaosti eða piparosti eða bara prófa sig áfram.

Kjötsósan er mjög góð ef notað er smá beikon í hana og enþá betri ef sett er rauðvínslögg í hana   

Það er gott að frysta afgang ef Lasagnað klárast ekki, þegar sumir elda Lasagna þá elda þeir mikið til þess að geta fryst afganga og borðað síðar. 

0 Comments

Piri Piri kjúklingur og piri piri sósa 

1/21/2014

0 Comments

 
Picture
Kidda minn langaði agalega að fá Piri Piri kjúkling í matin. 
Piri Piri er á Swahili og þíðir Pipar pipar, piparplantan kom til Goa á Indlandi með Portugölum og og einnig til Mosambik og Angola og er þessi réttur af sumum talin vera Portugalskur en af öðrum Portugalskur/ Afrískur

Piri piri kjúklingur 

sósan
  • 1 rauður Laukur 
  • 4 rif hvítlaukur
  • 3-4 rauð chilli 
  • 2 msk, reykt paprika  
  • 1- 1 og 1/2  sítróna
  • 3-4 msk hvítvínsedik 
  • 2 msk Worcestershire sósa
  • gott búnt fersk basilika 
  • salt og pipar 


allt sett í blandara og maukað vel smakkað til með paprikukryddinu og salti. kjúklingahlutarnir settir í eldfast mót, ég var með einn kjúkling sem ég hlutaði í sundur, það passar hvaða hluti sem er svo það er vel hægt að hafa bara vængi ef fólk vill það. 4-3 msk af sósunni settar á kjúklinginn og 3-4 msk góð ólífuolía og fuglinum vellt upp úr, plastfilma sett yfir og látið bíða í a.m.k klukkustund, má vera yfir nótt það væri betra. kjúklingurinn eldaður í ofni á 220°c þar til hann er tilbúin. Ég bar þetta fram með soðnum híðishrísgrjónum, piri piri sósunni sem var afgangs og fesku salati   


0 Comments

Hvítur fiskur í kókos og engifer 

1/16/2014

0 Comments

 
Picture
hvítur fiskur í kókos og engifer. 
hann er ekkert nýtt af nánlini en ferlega góður og hefur alltaf verið vinsæll á okkar heimili síðan hann var gerður fyrst, upprunalega er gert ráð fyrir ýsu en hún molnar ferlega í þessu þannig mér hefur fundist mikið betra að nota þorsk eða skötusel ég þarf persónulega að gera ráð fyrir 300gr af fisk á mann, rækurnar eru með í því magni 

800-1000 gr hvítur  fiskur, mér hefur fundislt best að nota þorsk eða skötusel
200 gr rækja
2 stk laukur
4-6  rif hvítlauk
1 msk rifið engifer 
2 tsk karrý
1 dós kókósmjólk 
kókos olía eða ólífu olía til steikingar /  salt

Skerið fiskinn í litla bita. Saxið  laukinn, engiferið og hvítlaukinn og látið krauma í olíu á pönnu á vægum hita. Blandið karrý saman við og hellið yfir kókósmjólk. Sjóðið við vægan hita í nokkrar mín. látið ekki sjóða.  Fiskistykkin sett  út í og svo má salta aðeins, lokið pönnunni og látið sjóða við vægan hita í ca.10-12mínfer eftir stærðinni á fiskstykkjunum, passið bara að ofsjóða ekki fiskinn.  Bætið út í  rækjunum og látið aðeins „bubbla" í   u.þ.b. 1 mín í viðbót.
Sem mæðlæti var ég með híðishrísgjrón og ferskt salat.  

0 Comments

Kjúklingur i ofni 

1/13/2014

0 Comments

 
Picture
í dag er eldaður Kjúklingur í ofni kryddaður með Espresso Rub frá Stonewall Kitchen og salti  rosalega gott krydd á kjúklinginn.
Eg byrja á að hluta kjúklinginn niður og krydda hann svo mátulega með saltinu og Espresso kryddinu set svo í ofninn í c.a. 45 mín. Með þessu hafði ég kartöflur sem ég forsauð og setti svo í eldfast mót og kryddaði með ferskum hvítlauk, salti og lamb íslandia setti þetta í ofninn síðustu 15 mínúturnar sem kjúklingurinn var í ofninum. Ég bar þetta fram með fersku salati kaldri hvítlaukssósu og heimatilbúinni kokteilsósu. 

kokteilsósan er með helming Hellemans majones á móti 10% sýrðum rjóma, smakkað til með tómatsósu og dijon sinnepi. 

hvítlaussósan er með 1 dós 10% sýður rjómi 1 hvítlauksrif mjög smátt saxað c,a 1 msk, smávegis lamb íslandia, extra virgin ólífu olía svipað magn sítrónu eða lime safi smakkað til með salti - ef maður á ferskar góðar kryddjurtir eins og t.d. rosmarin eða timian þá er gott að nota það í stað lamb íslandía 

0 Comments

Kókosbollu terta

1/11/2014

0 Comments

 
Picture
Kókosbollu terta 
Var í dag að græja smá fyrir afmælisveislu hjá ömmugullinu sem verður haldin á morgun og eitt því var dásemdar kókosbolluterta 
botnar:
  • 4 egg
  • 170 grömm sykur
  • 50 grömm hveiti
  • 50 grömm kartöflumjöl
  • 2 tsk lyftiduft
  • 70 gr kokosmjöl 
  • 100 gr smatt brytjað sirius suðusúkkulaði 

Þeytið saman sykur og egg þangað til blandan er orðin ljós og létt. Blandið hveitinu, kartöflumjölinu og lyftiduftinu við og hrærið með sleif. Sett í tvö smurð form og bakað við 180°C í ca. 25 mínútur

á milli :
botnarnir eru settir saman með 5 kokosbollum sem eru skornar til helminga og 1 peli þeyttur rjómi, þannig að botin er smurður með rjóma svo eru kókosbollunum raðað á og svo restin af rjómanum yfir. 

krem ofan á :
100gr suðusúkkulaði er brætt í vatnsbaði eða í örbyllgju ofni og óþeyttum rjóma blandað saman við eftir smekk smurt á kökuna þegar það hefur kólnað örlítið 



0 Comments

Basic en góðar Kjötbollur í matin

1/9/2014

1 Comment

 
Picture
Kjötbollur fyrir 4-5
hakkmagnið má auðveldlega auka eða draga úr og þá er bara að aðlaga restina af hráefniu 
  • 800 gr nautahakk 
  • 1 bolli brauðrasp ( heimagert er best )
  • 1 msk maldonsalt 
  • nýmalaður pipar
  • c.a tsk paprikuduft 
  • 1 Kallo nauta teningur ( leystur upp í msk sjóðandi vatn)  
  • 1 egg 
  • 1-2 matskeiðar tómatkraftur 

Setið allt í skál og blandið saman, búið síðan til bollur á stærð við golfbolta og steikið, hellið vatni yfir og setið 1 kallo tening til viðbótar af nautakrafti, ef þið eigið ekki kallo kraft þá setið þið bara þann kraft sem þið eigið. Sjóðið bollurnar í 10 mín á lágum hita eða þar til bollurnar eru soðnar í gegn, tékkið bara á þeim með því að taka eina bollu í sundur, eldunartími fer eftir hvað bollurnar eru stórar, takið þær þá af pönnunni og gerið sósu úr soðinu, ég var búin að stekja lauk áður en ég steikti bollurnar og setti hann með í soðið munið að smakka til með salti, pipar og krafti svo þykkti ég sósuna með smörbollu hægt að þykkja hana hvernig sem sem ykkur finnst best en þetta er best ég nota ekki endilega smjörbollu alltaf stundum hristi ég hveiti og vatn og jafna með því. Borið fram með kartöflumús, best ef maður síður kartöflur og gerir mús úr þeim, það er misjafnt hvað hver og einn vill sem meðlæti hjá okkur sumrir vilja bara grænar baunir og rauðkál og arir vilja soðið brokkoli og gulrætur, Í þetta skipti var það grænar baunir, rauðkál og salat fyrir þá sem það vildu.  

1 Comment

Góðar fiskibollur

1/8/2014

0 Comments

 
Picture
Góðar Fiskibollur 

Gerði þessar yndælis fiskibollur í gær, svoldið skemmtilegt að skrifa loksins niður uppskriftina af þeim þar sem þær eins og svo margar aðrar uppskriftir hafa bara verið til í höfðiu á mér 
  • 1 kg þorskur eða ýsa 
  • 1 egg 
  • hveiti 
  • 2 msk kartöflumjöl 
  • 1/2 - 1 laukur 
  • 1 ms dijon sinnep
  • 1/2 tsk hvítlauksduft 
  • pipar og salt eftir smekk

fiskurinn er hakkaður, ég gerið það í matvinnsluvélinni, eggið og sinnepið er sett út í og hrært vel. laukurinn er skorin smátt og settur út í og hrært þá tek ég blönduna og set í aðra skál til að hafa þetta þægilegra, jafnið þetta í skálina og búið til holu með því að taka 1/4 af fiskinum og setja til hliðar og setið kartöflumjölið og kryddið í holuna og fyllið upp með hveiti og blandið svo þessu saman þá eruð þið komin með gott fiskfars. það má að vísu blanda þessu öllu í matvinnslu vélinni en þá er smá hætta á að farsið verði of þétt svo mér finnst persónulega betra að setja í aðra skál. 
búið ti bollur, gott að nota ís skeið til að gera það, steikið upp úr smjöri eða olíu setið svo lok á og leifið að malla í 5-10 mín á lágum hita. það er vel hægt að gera brúna fiski sósu á pönnunni setið þá bara vatn og sjóðið upp á bollunum og gerið svo sósu. 
ég bar þetta fram með hvítkálssalati, og soðnum kartöflum . 
það er uppskrift af salatinu hér http://margretlinda.weebly.com/hviacutetkaacutelsalat.html 

0 Comments

Chili con carne og Guacamole

1/5/2014

0 Comments

 
Picture
Gerði hið gamalkunna Chili con carne í kvöld en svoldið eftir mínu höfði og hafði svo heimatilbúið Guacamole með alveg svakalega gott 


500gr nautahakk
2 meðalstórir laukar
4-5 hvítlauksgeirar 
2 meðalstórar gulrætur
2 stönglar sellery  
2 rauðar paprikur 
1 rautt chili
ólívuolía
1 tsk Chili duft
1 kúfuð teskeið cumin (ath ekki kúmen)
1 kúfuð tsk kanill 
1 msk Maldon salt 
c.a. 1 tsk nýmalaður pipar 
2 dósir rauðar nýrnabaunir
2 dósir niðursöðnir tómatar 
góður bunki coriander
2 msk balsamik edik 
1 grísk jógurt 
1 lime 

Steikið hakkið og geymið. 
skerið niður laukin, hvítlaukin, gulrætur 
sellery, paprikur og chili og svissið það á pönnu og geymið. 
Setið nú vel af ólífuolíu á pönnu og setið allt kryddið á pönnuna, hrærið í því og bíðið þar til það hefur dökknað þá er grænmetið og hakkið sett aftur í og baunirnar sem þið eruð þá búin að skola vel og svo eru tómatarnir settir í en það eru einhverhir tómat hlunkar í tomatdósunum þá er gott að veiða þá upp úr og skera niður,  takið kóríander og pikkið laufin af og geymið í ískáp en takið stönglana og skerið örsmátt og setið í pottinn leifið þessu nú að malla á lágum hita í u.þ.b klukkustund. ég bar þetta fram með híðis hrísgrónum grískrí jógúrt, fersku salati og heimagerðu guacamole og lime sem er skorið í báta og kreist yfir ef þoð viljið . 
Það er hægt að frysta afgangin eða nota hann daginn eftir í tortillakökur og setja hrísgjón og salat með

Guacamole

4 stór og þroskuð Avacado
1/2 rauðlaukur
1 tómatur
1/2 rauð papkrika
2-4 hvítlauksrif fer eftir smekk hvers og eins 
½ sítróna 
1 maldon salt

Skerið avacadoið þversum þannig að steinninn liggi í annari sneiðinni þið getið notað skeið til að ná steininum úr, öllum helmingum og setjið á disk og stappið þar til þetta er orið mauk .
Skerið rauðlaukinn tómatinog paprikuna í eins smáa bita og hægt er og setijð útí maukið
Pressið hvítlauksrifin út í kreistið hálfa sítrónu út í skálina og saltið, saltmagnið fer eftir smekk hvers og eins gott að smakka sig áfram þá er öllu hrært saman og þá erum við komin með fallegt í litríkt  guacamole-mauk sem bragðast dásamlega


verði ykkur að góðu 
 

 
 





0 Comments

fyllt kalkúnabringa

1/1/2014

0 Comments

 
Picture
Í kvöld nýjársdagskvöld var ég með fyllta kalkúnabringu með sætkartöflumús, bráðnaði í munni.
fyllt kalkunabringa 

1 kalkúnabringa c.a 1 kg 
l lítill raulaukur 
2 hvítlauksgeirar 
rúmlega 100 gr sveppir
80 gr beikon
camenbert 
kúfuð matskeið fersk salvía en það má alveg eins nota þurkaða en þá þarf nokkuð minna 
salt og pipar 
2 brauðsneiðar 

saxið laukin og hvítlaukinn og skerið sveppina smátt, svissið laukin og hvítlaukin og steikið sveppina. ég smjörsteikti sveppina og kryddaði með salt og pipar, steikið beikonið vel og skerið smátt, skerið brauðsneiðarnar smátt. Setið laukinn. sveppina, beikonið og brauðið í skál og blandið saman saxið salvíuna og skerið rúmlega hálfan camenbert ost í teninga og blandið við. Takið eitt egg og setið nokkra mjólkurdropa út í og pískið saman með gafli, hellið út á, ég notaði líklega u.þ.b. 3/4 mér fannst það duga. 
Skerið vasa í bringuna sem nær eins langt inn í hana og hægt er, þrístiið nú fyllingunni inn í bringuna, stundum eru bringurnar frekar leiðinlegar og rofna en það er hægt að pinna þær saman með tannstönglum, ég þurfti að gera það í þessu tilfelli þá er gott að telja pinnana sem þið steið í til að þeir lendi ekki á disknum hjá einhverjum. hitið ofnin í 180°c og bringan þarf 40 - 50 mínútur í ofninum eftir stærð og fá að hvíla svo í u.þ.b. 10 mínútur. kjöthitamælir ætti að sýna 72-75°c þá er steikinginn orðin fín.

sósan: ég bakaði upp sósu með kjúklingasoði og hvítvíns tári  og auðvitað soð úr ofn skúffunni. mjög góð. 

meðlætið var  sæta kartöflumúsin sem er hér að neðan ferskt salat og smjörsteiktur ferskur aspas og mais korn 


Sætkartöflu mús 
2 stórar kartöflu c.a, 1 kg 
50 gr smjör 
1 tsk engiferrót 
1 stór msk Appelsínu marmelaði 
salt og pipar 
1/2 tsk timian
1 msk púðursykur 
1 bolli kornflex 

Hitið ofnin í 200°C. leggið kartöflurnar á bökunarpappír og bakið í 60-90 mín. það fer eftir stærð. Skerið kartöflurnar til helminga og skafi innan úr þeim. setið í skál og stappið, bætið við smjöri  og raspið enginferin í og marmelaðið smakkið til með salti  og timian, setið í elfast mót.
blandið saman púðursykri og muldu kornflexi og dreyfið yfir 
setið í ofn á 180°c í 20 mín

0 Comments
<<Previous

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly