
Í forrétt var ég með humar sem er svo frábært hráefni og oftast best að gera sem minnst við hann. þetta er veisla fyrir bragðlaukana þó einfalt sé, svaklalega góð uppskrift að humar þar sem ferskur chili og appelsína leika stórt hlutverk. Í aðalrétt var svo grilluð nauta lund með smjörsteiktum sveppum, smjörsteiktum ferskum aspas og heimalagaðri bernaise sósu
Humar með orange, chili smöri
hitið smjörið í potti og mýkið hvítlaukinn, appelsínubörkinn og chili í 1-2 mínútur. Hellið yfir humarhalana og veltið þeim vel upp úr blöndunni. Saltið og piprið.
Setjið mótið með humrinum í 200 gráðu heitan ofn og eldið í um fimm mínútur eða þar til þeir eru fulleldaðir.
Setjið salat á disk, humarhalana yfir og hellið chili-smjörblöndunni loks yfir.
þetta mun ekki svíkja ykkur
Nautakjötið
Nautasteikurnar er best að hafa við stofu hita þegar þær eru settar á grillið og gott að vera búin að undirbúa meðlætið eða hafa það eins gott og ég að vera með eiginmanninn sem grillmeistara, hann skellti steikunum á grillið og á meðan undirbjó ég meðlætið.
miðið við 200gr á mann ef þið eruð með lundir eða ef þið vitið að fólk borði meira en meðal persóna þá 300gr, við settum nautakjötskrydd á kjötið að þessu sinni frá Kjörtbúðinni en stunum notum við bara pipar. við vorum með tvær 300 gramma steikur vel þykkar líklega 4cm þykkar þær voru 4 mínutur á hvorri hlið á grillinu og hvíldu svo í 4 mínutur, þá urðu þær eins og við vilju hana þær vel rear. Ekki skemmdi fyrir að það var vel nóg í afgang til að búa til roast beef samlokur í hádegi daginn eftir.
Smjörsteiktur aspas
Aspasinn er skolaður og þerraður ég var með 3 á mann, bræðið smjör á pönnu og aspasinn á steikið 5 mínutur veltið honum nokkrum sinnum, saltið og piprið
smjörsteiktir sveppir
sveppirnir skornir niður og steiktir í smjöri, saltið og piprið. ég setti líka 1/4 hluta af chilli með á pönnuna til að spæsa þetta upp
bernaise sósan mín, þessi útgáfa er fyrir 2
2 eggjarauður
200gr Smjör
c.a 1 tsk fersk estragon má vera þurkað
c.a 1 tsk bearnes essens
c.a 1 tsk sítrónusafi
salt og pipar ef þið viljið
Smjörið er brætt rólega )gott að setja estragonið í smjörið ef þið eruð með það þurkað).
eggjauðurnar eru þeyttar þar til þær hafa þykknað vel, það má gera í heitu vatnsbaði en þá þurfið þið að passa að hita ekki of mikið þar sem rauðurnar gera farið að verða að “ommelettu” en þá vill sósan skilja sig.
hellið smjörinu mjög rólega saman við til að byrja með og þeytt rólega áfram, haldið áfram þar til smjörið hefur klárast setið þá bearnes essens, Estragonið og sítrónusafa og smakkið til ef til vill viljið þið setja meirra essens eða sítrónu, smakkið síðan til með salti og pipar ef þið viljið
Humar með orange, chili smöri
- 4 stórir Humarhalar
- 1/3 ferskur chili
- 1 msk rifinn appelsínubörkur
- 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
- 50 g smjör
- salt og pipar
hitið smjörið í potti og mýkið hvítlaukinn, appelsínubörkinn og chili í 1-2 mínútur. Hellið yfir humarhalana og veltið þeim vel upp úr blöndunni. Saltið og piprið.
Setjið mótið með humrinum í 200 gráðu heitan ofn og eldið í um fimm mínútur eða þar til þeir eru fulleldaðir.
Setjið salat á disk, humarhalana yfir og hellið chili-smjörblöndunni loks yfir.
þetta mun ekki svíkja ykkur
Nautakjötið
Nautasteikurnar er best að hafa við stofu hita þegar þær eru settar á grillið og gott að vera búin að undirbúa meðlætið eða hafa það eins gott og ég að vera með eiginmanninn sem grillmeistara, hann skellti steikunum á grillið og á meðan undirbjó ég meðlætið.
miðið við 200gr á mann ef þið eruð með lundir eða ef þið vitið að fólk borði meira en meðal persóna þá 300gr, við settum nautakjötskrydd á kjötið að þessu sinni frá Kjörtbúðinni en stunum notum við bara pipar. við vorum með tvær 300 gramma steikur vel þykkar líklega 4cm þykkar þær voru 4 mínutur á hvorri hlið á grillinu og hvíldu svo í 4 mínutur, þá urðu þær eins og við vilju hana þær vel rear. Ekki skemmdi fyrir að það var vel nóg í afgang til að búa til roast beef samlokur í hádegi daginn eftir.
Smjörsteiktur aspas
Aspasinn er skolaður og þerraður ég var með 3 á mann, bræðið smjör á pönnu og aspasinn á steikið 5 mínutur veltið honum nokkrum sinnum, saltið og piprið
smjörsteiktir sveppir
sveppirnir skornir niður og steiktir í smjöri, saltið og piprið. ég setti líka 1/4 hluta af chilli með á pönnuna til að spæsa þetta upp
bernaise sósan mín, þessi útgáfa er fyrir 2
2 eggjarauður
200gr Smjör
c.a 1 tsk fersk estragon má vera þurkað
c.a 1 tsk bearnes essens
c.a 1 tsk sítrónusafi
salt og pipar ef þið viljið
Smjörið er brætt rólega )gott að setja estragonið í smjörið ef þið eruð með það þurkað).
eggjauðurnar eru þeyttar þar til þær hafa þykknað vel, það má gera í heitu vatnsbaði en þá þurfið þið að passa að hita ekki of mikið þar sem rauðurnar gera farið að verða að “ommelettu” en þá vill sósan skilja sig.
hellið smjörinu mjög rólega saman við til að byrja með og þeytt rólega áfram, haldið áfram þar til smjörið hefur klárast setið þá bearnes essens, Estragonið og sítrónusafa og smakkið til ef til vill viljið þið setja meirra essens eða sítrónu, smakkið síðan til með salti og pipar ef þið viljið