- 1kg hveiti
- 250gr sykur
- 10 tsk lyftiduft
- 1 og 1/2 tsk hjartar salt
- 2 egg
- 1/2 líter mjólk
- 100gr smjör eða smjörlíki
- rabbabara sulta fyrir vínarbrauðið og kanilsykur fyrir snúðana
ég geri venjulega 2 uppskriftir. Þetta er bara venjulegt hnoðað deig ég skipti deginu svo í tvennt og geri vínarbrauð með rabbabara sultu úr öðrum helmingnum og kanilsnúða úr hinum helmingnum ég pensla bræddu smjöri á útflatt degið áður en ég set kanilsykurinn á snúðana en það er ekki nauðsynlegt mér finnst það bara betra og fallegra.
svo er það undir hverjum og einum komið hvort sett er súkkulaði glassúr eða bleikur glassúr á vínarbrauðið og snúðana, persónulega við ég snúðana ekki með glassúr en flestir á mínum bæ eru ekki á sama máli og vilja glassúrinn á bæði. Ég set glassúr á smávegis en set restina í frysti því mér finnst gott að eiga þessa snúða og vínarbrauð alltaf nýtt úr frystinum það geymist best þannig.