
Gott verð á laxi hjá Fiskikónginum í vikunni svo ég náði mér í 2 flök í dag sem voru 1500gr sem ætti að duga fyrir okkur fimm sem vörum heima ef við miðum við 300gr á mann.
þessi réttur fékk góða einkunn hjá öllum á heimilinu
Ég skar laxinn niður í mátuleg stykki og geymdi, gerði þá klárt chilli, hvítlauk, sítrónubörk og engifer og setti á pönnu ásamt ólífuolíu þetta verður kryddið á laxinn, ég hitaði upp að meðalhitað og beið þar til þetta hafði mýkst þá setti ég laxinn á pönnuna með roð hliðina upp, saltaði og pipraði og steikti í 3-4 mín þá snéri ég stykkjunum við og kláraði að steikja. ég bar þetta fram með bankabyggi, hvítlaukssósu Avocado í marineringu og salati
meðlætið:
Steikt bankabygg með hvítlauk
allt sett á pönnuna nema bankabyggið salta og pipra, steikið þar til fer að brúnast þá er bankabyggið sett á og steikt í 2-3 mín, sett í skál og borið fram
hvítlaussósa
hrærið sýrðarjóman aðeins fyrst, skellið restinni út í og hrærið, smakkið ykkur til.
Avocado í dressingu
pískið saman allt nema avocado sem þið setið í eftir á þetta er mjög gott með góðu salati
þessi réttur fékk góða einkunn hjá öllum á heimilinu
- 1,5 kg Laxaflök
- 1/2 rautt chilli ( fræhreinsað)
- 1 hvítlaukur saxaður
- 1 msk sítrónubörkur
- 1/2 msk engifer ( rifið)
- Sjávarsalt
- pipar (nýmulin)
Ég skar laxinn niður í mátuleg stykki og geymdi, gerði þá klárt chilli, hvítlauk, sítrónubörk og engifer og setti á pönnu ásamt ólífuolíu þetta verður kryddið á laxinn, ég hitaði upp að meðalhitað og beið þar til þetta hafði mýkst þá setti ég laxinn á pönnuna með roð hliðina upp, saltaði og pipraði og steikti í 3-4 mín þá snéri ég stykkjunum við og kláraði að steikja. ég bar þetta fram með bankabyggi, hvítlaukssósu Avocado í marineringu og salati
meðlætið:
Steikt bankabygg með hvítlauk
- 2 dl Bankabygg ( soðið í 40 mín)
- 1 rauðlaukur ( skorið )
- 1/4 rautt chilli ( smátt skorrið )
- 3 hvítlausrif ( smátt skorið )
- 1/2 gul paprika (skorin í bita)
- 1/2 tsk estragon
- salt og pipar
allt sett á pönnuna nema bankabyggið salta og pipra, steikið þar til fer að brúnast þá er bankabyggið sett á og steikt í 2-3 mín, sett í skál og borið fram
hvítlaussósa
- 1 dós sýrður rjómi
- 1 hvítlauksrif ( smátt saxað)
- safi úr 1/2 sírtónu
- 2 msk góð ólífuolía
- smavegis lamb Íslandia krydd
- sjávarsalt og pipar
- smá hlyn síróp
hrærið sýrðarjóman aðeins fyrst, skellið restinni út í og hrærið, smakkið ykkur til.
Avocado í dressingu
- 1 stórt eða 2 lítil avocado, sem búið er að skera í sneiðar
- 2 msk góð ólífuolía
- safi úr 1/4 af sítrónu
- svetta af hvítvinsediki
- skvetta hlynsíróp
- sjávarsalt og pipar
- smá steinselja
pískið saman allt nema avocado sem þið setið í eftir á þetta er mjög gott með góðu salati