
Mér hefur fundist Líbanskur matur rosalega góður enda mikið um grænmetis rétti, en hér höfum við afspyrnu góðan kjúkling þar sem súmak kryddið spilar stórt hlutverk, kúskús er oftast eldað allt að 3 tímaum í Líbanon svo látið ekki langan eldunartíma á því hræða ykkur frá því að prófa, þessi góði réttur er "street food " í Líbanon
ég byrjaði á að setja kúskúsið í bleyti í soðinu og kryddaði það með súmak, salt og pipar, lét standa í 10-15 mín með loki. Á meðan kúskúsið stóð sinn tíma gerði ég klárar kjúklingabaunirnar, ég skolaði þær og lét í skál kryddaði með kóriander, spínati, fáfnisgrasi, berki af sítrónu og setti góðan slurk af ólífuolíunni, þessu var svo blandað saman við kúskúsið. Ég fyllti svo kjúklingin með kúskús blöndunni eins og hægt var, passaði að það vær rúm fyrir kúskúsið til að blása aðeisn út setti smá part að sítrónu til að loka gatinu á kjúllanum kryddaði hann með súmak og salti, setti í ofninn og steikti í 80 mín. Ég tók restinu af kúskúsinu og setti í eldfast mót og hafði álpappír yfir og setti í ofninn og eldaði jafn langann tíma og kjúllann.
ég bar þetta fram með salati
- 1 kjúklingur sem hæfir ykkar fjölskyldu
- 1 og 1/2 bolli kúskús
- 2 bollar soð (vatn + 1 kjúklingateningur frá kallo)
- 1 dós kjúklingabaunir
- knippi ferskt kóríander ( saxað)
- knippi af fáfnisgrasi (saxað ) má líka vera þurkað þá c.a teskeið, þetta er öðru nafni estragon
- salt og pipar
- Súmak krydd
- börkur af 1/2 sítrónu
- góður slurkur af extra vigin ólífuolía
- gott búnt spínat ( saxað)
ég byrjaði á að setja kúskúsið í bleyti í soðinu og kryddaði það með súmak, salt og pipar, lét standa í 10-15 mín með loki. Á meðan kúskúsið stóð sinn tíma gerði ég klárar kjúklingabaunirnar, ég skolaði þær og lét í skál kryddaði með kóriander, spínati, fáfnisgrasi, berki af sítrónu og setti góðan slurk af ólífuolíunni, þessu var svo blandað saman við kúskúsið. Ég fyllti svo kjúklingin með kúskús blöndunni eins og hægt var, passaði að það vær rúm fyrir kúskúsið til að blása aðeisn út setti smá part að sítrónu til að loka gatinu á kjúllanum kryddaði hann með súmak og salti, setti í ofninn og steikti í 80 mín. Ég tók restinu af kúskúsinu og setti í eldfast mót og hafði álpappír yfir og setti í ofninn og eldaði jafn langann tíma og kjúllann.
ég bar þetta fram með salati