
- 4 andabringur
- ríflega af kínverskt five spice (það fæst í austurlensku búðinni á Suðurlandsbraut)
- sjávarsalt
- nýmalaður pipar
- 1-2 msk hunang
- 2 msk soya sósa
skerið tígla mynstur í skinnið og kryddið, nuddið vel með kryddinu. Leggið bringurnar með fitu niður á pönnuna og steikið á lágum hita til að ná að bræða mest af fitunni, þetta getur tekið allt að 10 mín, fer eftir þykktinni á fitulaginu, hækkið þá hitann og steikið þar til skinnið er stökkt snúið þá bringunum og steikið í 3-4 mínútur, rétt áður en bringurnar eru tilbúnar setið þá hunagið og soya sósuna og veltið bringunum vel upp úr, færið þá bringurnar á heitan disk og leifið að standa í 5-10 mínútur.
með þessu hafði ég hrísgrjón, grænar baunir ( sem ég keypti frosnar ) maiskorn steikt grænmeti og plómusósu