
Lasagnað mitt
Kjötsósan:
Ostasósa:
Setið svo kjötsósuna lasagna plötur og ostasósu lag ofan á lag – kjötsósa – ostasósa lasagnaplötur og svo aftur og svo gratinost yfir og inn í ofn með þetta í c.a 30 mín með ofninn stilltan á 220°c – berið fram með góðu matar brauði, ferskum parmessan osti og fersku salati
Mikilvæg tipps með þetta
Ostasósan er ekkert algerlega nauðsynleg í raun og veru, ég nota hana ekki alltaf.
það má blanda nauta og svína það er ódýrara þegar upp er staðið.
ferskt basil og oregano er töluvert betra en alls ekki nauðsynlegt.
það má nota allskonar grænmeti í þetta t.d smá sellery (ekta ítalskt og gott)– sveppir er mjög gott og einnig nota ég stundum sukkini í þetta, bara prófa sig áfram.
það má nota allsskonar ost til tilbreitingar ofan á ég set stundum smá klípur af gráðaosti eða piparosti eða bara prófa sig áfram.
Kjötsósan er mjög góð ef notað er smá beikon í hana og enþá betri ef sett er rauðvínslögg í hana
Það er gott að frysta afgang ef Lasagnað klárast ekki, þegar sumir elda Lasagna þá elda þeir mikið til þess að geta fryst afganga og borðað síðar.
Kjötsósan:
- c.a 500 gr nautahakk
- 1-2 dósir niðursoðnir tómatar
- 1 lítil dós tómatpúrre (2-3 msk)
- 1 laukur
- 1-2 sellery stönglar
- Beikon ( má sleppa)
- 1-2 gulrætur
- 3-6 hvítlauksgeirar ( eftir smekk)
- Sveppir ( set þá stundum)
- 1-2 tsk nautakraftur ( smakka til )
- Salt og pipar ( smakka til )
- Oregano c.a. 1 tsk
- Basil gott búnt ef þið notið ferska það er best eða c.a 1 tsk þurkaða
- Rauðvínslögg ( má sleppa)
Ostasósa:
- 3 msk Smjör
- 3 msk hveiti
- c.a. 4 dl mjólk
- c.a 100- 200gr rifin ostur, bara eftir smekk
Setið svo kjötsósuna lasagna plötur og ostasósu lag ofan á lag – kjötsósa – ostasósa lasagnaplötur og svo aftur og svo gratinost yfir og inn í ofn með þetta í c.a 30 mín með ofninn stilltan á 220°c – berið fram með góðu matar brauði, ferskum parmessan osti og fersku salati
Mikilvæg tipps með þetta
Ostasósan er ekkert algerlega nauðsynleg í raun og veru, ég nota hana ekki alltaf.
það má blanda nauta og svína það er ódýrara þegar upp er staðið.
ferskt basil og oregano er töluvert betra en alls ekki nauðsynlegt.
það má nota allskonar grænmeti í þetta t.d smá sellery (ekta ítalskt og gott)– sveppir er mjög gott og einnig nota ég stundum sukkini í þetta, bara prófa sig áfram.
það má nota allsskonar ost til tilbreitingar ofan á ég set stundum smá klípur af gráðaosti eða piparosti eða bara prófa sig áfram.
Kjötsósan er mjög góð ef notað er smá beikon í hana og enþá betri ef sett er rauðvínslögg í hana
Það er gott að frysta afgang ef Lasagnað klárast ekki, þegar sumir elda Lasagna þá elda þeir mikið til þess að geta fryst afganga og borðað síðar.