
Jalferazi Kjúklingur
Byrjið á því að setja olíu í pott. Laukurinn er steikur þangað til hann er ljósbrúnn að lit. Þá er engiferinn settur út í ásamt hvítlauknum. Næst er að hella einum bolla af vatni og öllu kryddinu í pottinn og líka tómatmaukinu. Þegar það byrjar að sjóða má bæta kjúklingnum út í. Þegar kjúklingurinn er orðinn hvítur að lit er paprikunni bætt saman við og rétturinn látinn sjóða í tíu mínútur í viðbót.
Borinn fram með hvítum Basmati-hrísgrjónum og naabrauði sem er voða gott heimagert
- ½ kg kjúklingur, beinlaus
- 2 stk. tómatar, skornir í bita
- 2 stk. laukur, skorinn smátt
- ¼ tsk. hvítlauksmauk
- ¼ tsk. engiferrót, maukuð
- 1 tsk. kóríander
- 1 tsk. garam masala
- 1 tsk. Madras karrý
- 1 tsk. salt
- ½ tsk. cumin
- ½ tsk. turmeric
- chili af hnífsoddi
- 1-2 stk. paprika, skorin í teninga
- 4 msk. olía
- 1 lítil dós tómatmauk
Byrjið á því að setja olíu í pott. Laukurinn er steikur þangað til hann er ljósbrúnn að lit. Þá er engiferinn settur út í ásamt hvítlauknum. Næst er að hella einum bolla af vatni og öllu kryddinu í pottinn og líka tómatmaukinu. Þegar það byrjar að sjóða má bæta kjúklingnum út í. Þegar kjúklingurinn er orðinn hvítur að lit er paprikunni bætt saman við og rétturinn látinn sjóða í tíu mínútur í viðbót.
Borinn fram með hvítum Basmati-hrísgrjónum og naabrauði sem er voða gott heimagert