
Sítrónupasta með skinku.
Þessi uppskrift er frá veitingahúsi í Róm, Vecchia Roma, og er hún í bók sem heitir hundrað góðar pastasósur, eftir Diane Seed.
Allir fjölskyldumeðlimir eru vitlausir í þetta pasta og ég var svo heppin að fá uppskriftina hjá henni Lauju svilkonu minni.
Hakkið eða saxið hvítlauk örsmátt. Bræðið smjör og steikið hann varlega, ekki brúna, bætið pipar út í. Þvoið sítrónurnar og rífið ysta lagið mjög fínt (passa að taka ekki af hvíta sem gerir sósuna beiska). Skerið skinkuna í ræmur og sveppina í bita og blandið saman við hvítlauk og smjör. Bætið síðan sítrónuberki og rjóma. Láta krauma í opnum potti í allt að klukkustund. Sjóðið pastað til hálfs (mýkja það) - klára síðan að sjóða það í sósunni. Saltið eftir smekk. Ef sósan er of þykk bæta við smá rjóma. Ég hef notað matreiðslurjóma, ég setti meiri rjóma en mitt fólk vill hafa aðeins meiri sósu en upp er gefin í þessari uppskrift. Ég setti einnig aðeins meira af hvítlauk og sítrónuberki - þar sem sósan var aðeins meiri. Berið fram t.d. með hvítlauksbrauði og salati.
Þessi uppskrift er frá veitingahúsi í Róm, Vecchia Roma, og er hún í bók sem heitir hundrað góðar pastasósur, eftir Diane Seed.
Allir fjölskyldumeðlimir eru vitlausir í þetta pasta og ég var svo heppin að fá uppskriftina hjá henni Lauju svilkonu minni.
- 500 gr. tagliatelle
- 1 hvítlausrif
- 25 gr smjör
- svartur pipar
- 2 sítrónur
- 100 - 200 gr skinka
- 5 dl. rjómi (matreiðslurjómi)
- salt
- viðbót sem ég vil persónulega hafa er 200gr sveppir
Hakkið eða saxið hvítlauk örsmátt. Bræðið smjör og steikið hann varlega, ekki brúna, bætið pipar út í. Þvoið sítrónurnar og rífið ysta lagið mjög fínt (passa að taka ekki af hvíta sem gerir sósuna beiska). Skerið skinkuna í ræmur og sveppina í bita og blandið saman við hvítlauk og smjör. Bætið síðan sítrónuberki og rjóma. Láta krauma í opnum potti í allt að klukkustund. Sjóðið pastað til hálfs (mýkja það) - klára síðan að sjóða það í sósunni. Saltið eftir smekk. Ef sósan er of þykk bæta við smá rjóma. Ég hef notað matreiðslurjóma, ég setti meiri rjóma en mitt fólk vill hafa aðeins meiri sósu en upp er gefin í þessari uppskrift. Ég setti einnig aðeins meira af hvítlauk og sítrónuberki - þar sem sósan var aðeins meiri. Berið fram t.d. með hvítlauksbrauði og salati.