
Mér láðist alveg að taka mynd af lærinu þegar það var búið að elda en gott var það að venju, þetta er uppáhalds marineringin mín en það er mjög gott að láta læri vera í þessu legi yfir nótt en fyrir lærissneiðar er nóg 2-3 tímar og best er að úrbeina lærið ég geri það alltaf þegar ég er með þessa marineringu til þess að fá sem mest bragð í kjötið. það er hægt að fá mjög góðar leiðbeiningar á netinu með úrbeiningu.
Kryddlögur:
· 2 dl rauðvín
· 1 dl sojasósa
· 5 hvítlauksgeirar, pressaðir
· 3-4 stilkar rósmarín, grófsaxið nálarnar
· 1 lúka myntublöð, söxuð
· 1/2 msk nýmulinn pipar
Blandið öllu saman í skál og veltið kjötinu vel upp úr leginum þannig að hann þekji það alveg. Látið kjötið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir í ísskáp. Það spillir ekki fyrir að láta það liggja yfir nótt þótt það sé ekki nauðsynlegt. Takið kjötið úr ísskápnum og látið það ná stofuhita áður en þið eldið það. Haldið leginum til haga og penslið á kjötið að minnsta kosti einu sinni meðan það er grillað.
með þessu var ég með kartöflur sem voru eldaðar að deginum en svo skar ég þær í fjóra hluta og smjörsteikti á pönnu, sveppasósa og grænmeti
Kryddlögur:
· 2 dl rauðvín
· 1 dl sojasósa
· 5 hvítlauksgeirar, pressaðir
· 3-4 stilkar rósmarín, grófsaxið nálarnar
· 1 lúka myntublöð, söxuð
· 1/2 msk nýmulinn pipar
Blandið öllu saman í skál og veltið kjötinu vel upp úr leginum þannig að hann þekji það alveg. Látið kjötið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir í ísskáp. Það spillir ekki fyrir að láta það liggja yfir nótt þótt það sé ekki nauðsynlegt. Takið kjötið úr ísskápnum og látið það ná stofuhita áður en þið eldið það. Haldið leginum til haga og penslið á kjötið að minnsta kosti einu sinni meðan það er grillað.
með þessu var ég með kartöflur sem voru eldaðar að deginum en svo skar ég þær í fjóra hluta og smjörsteikti á pönnu, sveppasósa og grænmeti