
Hvítkálssalat með sinnepssósu
1/2 íslenskt hvítkálshöfuð, meðalstórt – nýtt og grænt
1 grænt epli
1/2 msk dijonsinnep
2 msk hvítvínsedik
nýmalaður pipar
salt
5 msk ólífuolía
Hvítkálið skorið í fjóra hluta, stilkurinn fjarlægður og kálið síðan skorið í þunnar ræmur. Eplið flysjað og kjarnhreinsað og skorið í litla bita.
Sinnep, edik, pipar og salt hrært saman í stórri skál og olíunni þeytt saman við smátt og smátt. Eplabitarnir settir út í og velt upp úr sósunni og síðan er kálið sett út í og blandað þar til það er þakið sósu. Salatið hentar vel með flestum mat
1/2 íslenskt hvítkálshöfuð, meðalstórt – nýtt og grænt
1 grænt epli
1/2 msk dijonsinnep
2 msk hvítvínsedik
nýmalaður pipar
salt
5 msk ólífuolía
Hvítkálið skorið í fjóra hluta, stilkurinn fjarlægður og kálið síðan skorið í þunnar ræmur. Eplið flysjað og kjarnhreinsað og skorið í litla bita.
Sinnep, edik, pipar og salt hrært saman í stórri skál og olíunni þeytt saman við smátt og smátt. Eplabitarnir settir út í og velt upp úr sósunni og síðan er kálið sett út í og blandað þar til það er þakið sósu. Salatið hentar vel með flestum mat