Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig
Picture
Brún lagkaka, hnoðuð ( randalín)12/2/2016
0 Comments

 

Það skiptir höfuð máli með þessa yndisköku að nota smjörlíki, ekki smjör og passa að baka þær ekki of lengi, þá eruð þið með mjúka og góða köku. 
  • 1 kg. hveiti
  • 500 gr. smjörlíki
  • 400 gr. sykur
  • 200 gr. síróp
  • 3-4 egg (eftir stærð)
  • 2 tsk. kanill
  • 2 tsk. kakó
  • 2 tsk. hjartarsalt
  • 2 tsk. allrahanda
  • 2 tsk. negull
  • 2 tsk. engifer
  • 6 tsk. lyftiduft

Öllu hnoðað saman. Deiginu skipt í 4 jafnstóra hluta. Deigið flatt þunnt út í ferhyrndar kökur, ég mældi þetta út með relgustiku til þess að sem minnst færi í afskurð og mín mæling var 27,5x 32 cm . Bakað þar til fallega brúnt, í svona 5-10 mínútur fer eftir ofnum.
Kökuplöturnar síðan lagðar saman með smjörkremi  á milli, fallegasta platan efst. Lagkökunni síðan pakkað vel inn í eldhúsfilmu eða álpappír og látin bíða í 2-3 daga til að mýkjast. Þá er hún skorin í 6-8 stykki og hverju stykki pakkað vel inn, umbúðirnar þurfa að vera loftþéttar svo kakan harðni ekki. Geymist vel í frysti. 








0 CommentsSýrópskökur (piparkökur )11/25/2016
0 Comments

 

Bakaði piparkökur með ömmu gullinu mínu í dag, reyndar heita þær sýrópskökur en þegar ég var lítil þá voru þær kallaðar krakkakökur, uppskriftin er gömul og kemur frá mömmu minni það er alltaf jafn gaman hjá öllum krökkum að fá að taka þá í bakstrinum ef tími er til og ennþá meira gaman fyrir þau að fá að skreyta þær. Ég lét nægja að gera bara 1/2 uppskrift því uppskriftin er þokkalega stór.
  • 1- 1,2 kg hveiti 
  • 280gr sykur 
  • 2 egg
  • 240 gr smjörlíki
  • 2 tsk matarsóti 
  • 3 dl sýróp 
  • 2 tsk engifer 
  • 2 tsk kanill 
  • 2 tsk negull 

hitið saman í potti sýróp, sykur og kryddið, þegar þetta er orðið heitt þá fer það að freyða lítilega þá er smjörlíkinu bætt í og hrært saman að síðustu þá er eggjunum bætt í eftir að þau hafi verið þeytt lítilega þegar þetta er allt komið saman þá er þetta sett saman við hveitið og hnoðað saman. þá er þetta tilbúið til að fletja út og skera út, bakið við 160°c þar til þær eru ljósbrúnar. 
Svo er bara að skreyta, Ég gerði glassúr úr eggjahvítum og flórsykri sem ég litaði svo þannig að litaúrvalið okkar samanstoð af sjö litum og auðvitað var voða gaman hjá okkur að skreyta.  

​









0 CommentsUngversk gúllassúpa 11/10/2016
0 Comments

 

í Ungverjalandi hafa hefur hver og einn sína útgáfu af gúllassúpu svo útgáfurnar eru margar og mismunandi eftir fjölskyldum.  Það vill svo vel til að svona súpur eru mjög auðveldar svo þetta ættu allir að geta gert .
​hér er ein sem ég eldaði í dag, ég keypti gæða gúllas frá uppáhalds kjötbúðinni minni sem er úti á Granda og heitir Matarbúrið 

  • 600 g gúllas, skorið í smærri bita c.a. 1 cm x 1 cm 
  • 1/2 til 1 rauð paprika, skorin í bita
  • 1 stór gulur laukur
  • 1 lárviðarlauf
  • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
  • 1 stöngull sellery, saxað smátt
  • 4 meðalstórar kartöflur skornar í litla bita 
  • 3 meðalstórar gulrætur skornar í litla bita 
  • 1 dós tómatar eða 3-4 ferskir saxaðir
  • 1 msk ungverskt papriku kydd
  • sjávarsalt eftir smekk
  • svartu pipar eftir smekk
  • chili explosion eftir smekk
  • smjör til steikingar
  • 1 líter kjötkraftur (nautakraftur og vatn)
  • 1 msk tómatpúrra
  • sýrður rjómi

notip þykkbotna pott. laukurinn er svissaður og tekin úr pottinum á meðan gúllasið er brúnað þá er laukurinn settur aftur í og kryddið steikt í c,a, mínútu til viðbótar þa er soðið sett samanvið og tómatarnir og selleryið og lárviðarlauf, látið malla í a.m.k klukkustund og þá er hinu grænmetinu bætt í og látið malla í 20 mín til viðbótar 

Borið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði 




0 CommentsPítubrauð 11/8/2016
0 Comments

 

í gær var ég með afgang af læri og bjó til Ekta Grísku Lambapítuna góðu  ég gerði líka heimagert pítubrauð, það er einfalt þarf að vera töluverðan tíma í hefingu. það voru allir sammála um að þetta væri svo miklu betra en pítubrauðið sem maður kaupir út í búð. 
  • 450 gr brauðhveiti 
  • 1 tsk sjávarsalt 
  • 1 umslag þurrger ( c.a. 3,5 tsk )
  • 1 msk ólíuolía 
  • 300 ml volgt vatn ( ekki víst að þið notið allt vatnið) 

Blandið saman þurrefnum í skál, hellið svo olíunni og u.þ.b 250ml af vatninu saman við og hnoðið, ef degið er of þurrt þá er bætt við smá vatni þar til það er hæfilega blautt. degið þarf að vera dáldið lint en þarf að vera þannig að hægt sé að hnoða það þannig að það á að vera næstum klístrað, hnoðið í u.þ.b. 5 mín, ég geri ráð fyrir að það þoli vel að vera hnoðað í hrærivél. Setið í skál og látið lyfta sér í 2 klst. 
Þegar degið hefur lyft sér ætti það að vera nær tvöfalt að stærð þá er það tekið úr skálinni og hnoðað í c.a. mínútu og skippt í 8  kúlur og geymt á borðinu í 15 mín, á meðan kúlurnar bíða er ofninn stylltur á 200°c eða 180°c ef þið eruð með blástur.  þá er það flatt út  í hringlaga kökur sem eru 2-3 mm að þykkt og bakað í 6-8 mín, þar til brauðin blása út og taka lit. 




0 CommentsHeimagert Ravioli með kjötfyllingu 10/20/2016
0 Comments

 

Mig hefur lengi langað að gera ravioli frá grunni og lét loksins verða að því í vikunni, og þvílíkt sælgæti og ekki skemmir heldur að það er bara virkilega skemmtilegt að gera þó svo það þetta sé svoldið mikið handavinna. Ég byrjaði að á að gera pastadeig og svo hakkfyllingu og pommodoro sósu. 

pastadeig hér  

sósan : 
  • 3 hvítlauksgeirar saxaðir 
  • 1 lítill laukur saxaður 
  • 1 tsk hrásykur ( má sleppa) 
  • 2 tsk ferskt timian 
  • chili explosion krydd 
  • salt 
  • svartur pipar
  • c.a. 1 msk  
  • 2 dósir hakkaðir tímatar ( ekki með neinu viðbættu) 
  • gott búnt ferskt Basil 

laukurinn er svissaður í extra virgin ólífuolíu og hinu öllu bætt í látið malla í c.a 30 mín, smakkað til með meira kryddi ef þarf, gott ef þið eigið töfrasprota að maukasósuna á þessum tímapunkti. ferskt basil skorið og bætt í rétt áður en borið er fram. 

Hakkfylling:
  • 500kg nautahakk
  • 1 laukur 
  • 3 hvítlauksgeirar 
  • 1 rifin gulrót 
  • 1 stilkur sellery saxað
  • 1 tsk múskat 
  • 1/2 bolli rifin Parmesan ostur
  • 1/2 bolli rifin cheddar ostur 
  • chili explosion krydd
  • sjávar salt    
  • svartur pipar 

steikið hakkið og reynið að mauka vel niður ( ef það tekst ekki þá er hægt að mauka í matvinnsluvél) lauk gulrót og sellery bætt við á pönnuna og steikt áfram smakkað til með kryddinu kælið. 

þegar allt er tilbúið þá er hægt að hefjast handa við að fletja út pastadegið í pastavél, ég flatti það út eins og lasagnapasta en skar það svo út með 2 stærðum að rifluðum hringformum, það er líka hægt að setja fyllinguna á með jöfnu millibili og skera svo út með kleinujárni. 

degið er skorið og kjötfylling sett á kantar penslaðir með eggi hrærðu með vatni deig sett yfir og lokað, ég skar út með stærra forminu 2 stk deig, setti fyllingu á milli og og lokaði og lokaði svo betur með því að fara með minna formið yfir. 
þegar allt pastað er tilbúið að er það sett í sjóðandi vatn með salti og olíu og soðið í 2-3 mínútur og svo borið fram strax með sósunni sem þið eruð þá búin að hita upp aftur og bæta við basil . 
Ég bar þetta líka fram með ítölsku kryddrauði sem þið finnið hér 














Ein dóttirinn var á ferð um heimin í sumar og fór meðal annars til Grikklands og sendi mér póstkort sem kom reindar á eftir henni heim á póstkortinu var uppskrift af uppáhalds pítusósunni hennar eftir dvöl hennar í Grikklandi. Pítan kemur jú frá Grikklandi. 
Við áttum afgang af lambalæri sunnudagsins og auðvitað tilvalið að nota afganginn í pítu. 
og ekki verrra ef þið nennið að gera heimagert pítubrauð 
svona var þetta hjá okkur dugði fyrir 4. 
  • 500gr lamba eða svínakjöt skorið í þunnar sneiðar 
  • 1 rauðlaukur skorinn 
  • 1/2 paprika söxuð
  • sjávar salt og piprar 
kjötið, laukur og paprika sett á ponnu saltað og piprað og létt steikt. 

Tzatziki sósa:
  • 250 gr grísk jógúrt 
  • rumlega hálf gúrka, kjarnhreinsuð 
  • 1 hvítlauks rif saxað
  • sjávar salt 
  • hvítvíns edik 
  • extravirgin olía 

gúrkan er smátt skorin ollu blandað saman og smakkað til með salti, ediki og olíu þar til þið finnið að þið eru sátt 

meðlæti
  • 2 tómatar skornir 
  • salatblöð  
  • 6-8 pítubrauð
  • etist svo bara með bestu list, góð leið til að nýta afganga 

​

Proudly powered by Weebly