í gærkvöldi langði okkur í matarmikla kjúklinga súpu, fórum og keyptum gulrætur þar sem mér fannst það vera algert möst í súpuna og keyptum líka snittubrauð þar sem ég hafði ekki tíma eða nennu til að baka það svo var hafist handa, súpan er einföld í sniðum en ofsalega góð.
skerið kjuklinginn í smáa bita saltið, piprið og steikið, bætið svo lauk, hvítlauk, og gulrótum kryddið með salt og pipar og steikið í nokkrar mínútur, bætið svo hvítvíni í og sjóðið niður um helming, bætið þá kjúklingasoðinu í og sjóðið í 5 mín eftir að suðan kemur upp, bætið þá vorlauk og engla pastanu í og sjóðið samkv. uppl á pastapakkanum, bætið steinselju eða coriander, smakkið til eð salt og pipar. berið fram með góður brauði og njótið.
ATH, gæti þurft að bæta í vatni líka, fer eftir því hvað þið viljið hafa hana þunna, smakkið bara til eftir að þið bætið vatninu í ef ykkur finnst bragðið þynnast út, þá er bara bætt salti og kjúklingakrafti
- 700gr kjuklingabringur
- 3 hvítlauks rif, saxaður
- 1 lítill laukur, saxaður
- 3 meðalstórar gulrætur, smátt skornar
- 1-2 þurkuð chili saxað smátt( má sleppa ef þið viljið ekki sterkt )
- 3 vorlaukar, þverskornir
- 200 gr englapasta
- 1-2 dl hvítvín
- 1 líter kjúklingasoð
- sjávarsalt
- fimm pipar
- knippi af steinselju eða coriander ( má sleppa) er bara góð viðbót
skerið kjuklinginn í smáa bita saltið, piprið og steikið, bætið svo lauk, hvítlauk, og gulrótum kryddið með salt og pipar og steikið í nokkrar mínútur, bætið svo hvítvíni í og sjóðið niður um helming, bætið þá kjúklingasoðinu í og sjóðið í 5 mín eftir að suðan kemur upp, bætið þá vorlauk og engla pastanu í og sjóðið samkv. uppl á pastapakkanum, bætið steinselju eða coriander, smakkið til eð salt og pipar. berið fram með góður brauði og njótið.
ATH, gæti þurft að bæta í vatni líka, fer eftir því hvað þið viljið hafa hana þunna, smakkið bara til eftir að þið bætið vatninu í ef ykkur finnst bragðið þynnast út, þá er bara bætt salti og kjúklingakrafti