Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

Súper góð tómatsúpa

3/24/2015

0 Comments

 
Picture
1 stk  laukur, fínt saxaður
3 stk  hvítlauksgeirar, saxaðir
750 gr  tómatar 
1 lítri kjúklingasoð
Maldon salt
Pipar
1msk tómatkraftur
1 búnt basilika
Ólífuolía
Afhýðið tómatana.  Fjarlægið kjarna og skerið í bita, í staðinn fyrir nýja tómata má nota 500 g tómata í dós.
Hitið olíu í potti og mýkið lauk í um 5 mínútur án þess að brúna.  Bætið tómötum og hvítlauk saman við og eldið í 5 mínútur til viðbótar.  Hellið soðinu og tómatkraftinum út í pottinn og sjóðið í 30 mín.  Kryddið með salti og pipar. Saxið basil og setið í pottinn og látið standa í 5 mín.  Ausið súpunni á diska og setjið vel af ólífuolíu yfir hvern disk.
Athugið, það er mikilvægt að nota einungis ólívuolíu í háum gæðaflokki, ekki bara extra virgin frá ódýrum framleiðanda heldur ólívuolíu sem stendur fyrir sínu ein og sér. Þumalputtareglan: Ef þú getur ekki hugsað þér að dýfa brauðbita ofan í hana og borða skaltu ekki nota hana.

borið fram með parmesan osti og snittubrauði 
0 Comments

Á ítölskum nótum í hádeginu 

3/23/2015

0 Comments

 
Picture
ljúfengur hádegisverður 

brauðsneið smurð með grænu pestói, raða tómarsneiðum ofaná, nýmulin ferskur pipar svo sneiddur mozzarella. 
Sett á álbakka og skellt á grillið í 10 mín eða svo, á líka setja í ofn. Þegar tilbúið er dassað yfir með góðri extra virgin ólífu olíu og þá getur maður notið þessa að borða .

Ef ég hefði átt ferskt basil það hefði ég sett smá af því yfir bæði upp á bragð og útlit 


0 Comments

Rjómalöguð sveppasúpa

3/20/2015

0 Comments

 
Picture
var með þessa góðu sveppasúpu í vikunni, ég hef gert hana stundum, svona þegar engin börn með sveppafóbíu eru í nánd.

1 box sveppir, sneiddir
1 laukur, sneiddur
3 stórar tímíangreinar
700ml kjúklingasoð
1 bolli hvítvín
250ml rjómi
Salt
Hvítur pipar
Mikið smjör

Sveppir og laukur steiktir upp úr smjöri þar til þeir hafa tekið lit. Saltaðir og pipraðir létt. Kjúklingasoði, hvítvíni og tímían bætt út í. Soðið niður um 1/3. Rjómi settur út í og soðið niður um 1/4, bætið við smá sjöri ef þið viljið. 
Smakkað til með salti og pipar og borið fram strax.
0 Comments

Ofbakaður lax með five spice 

3/19/2015

0 Comments

 
Picture
fyrir 2
  • 500gr lax 
  • 1 rif hvítlaukur smátt saxað
  • 1 tsk five spice( fæst i indónesískubúðinni á Suðurlandsbraut)
  • 1tsk hunang 
  • sjávarsalt  
  • pipar 
  • ólífuolía 
  • rifin börkur af 1/2 sítrónu 

flökin sett í eldfast mót sem búið er að smyrja með ólífu olíu, berið ólífuolíu og hunang á flökin og dreifið kryddinu, hvítlauk og sítrónuberki yfir, setið í 200°c heitan ofn í c.a. 20 mín.
berið fram með hrísgrjónum og salati.

setti niðurskorin vorlauk ofan á þegar laxin kom úr ofninum 
Picture
0 Comments

Kjúklingapottréttur

3/9/2015

0 Comments

 
Picture
það var svo mikill afgangur af kjúklingnum í gær svo ég varð að gera eitthvað gott úr því. Eiginmaðurinn hefur verið að sverma fyrir einhverskonar pottrétti með kjúkling svo að ég nota tækifærið og gerði eitthvað í þá átt. 

1 og 1/2 bolli hrísgrjón (þurr) sjóðið samkv, leiðb. 
afgangur af kjúkling 
1 stór gullrót 
1/2 box sveppir 
1 lítill laukur 
2 hvítlauks rif 
ferskar snjóbaunir 
1/4 haus brokkoli 
2 teningar kallo kjúklinga kraftur 
madras karrý 
salt 
svartur pipar 
sjávar salt 
1 bolli hvítvín ( má sleppa)
soðið vatn eftir þorfum 

skerið niður allt grænmetið, steikið það og kryddið, bætið út í hrísgjónin sem hafa verið elduð, hitið og hellið hvítvíninu yfir og sjóðið niður um helming þá er kjuklingnum, kjúklingatenigunum og vatni bætt í eftir þörfum, látið malla c.a. 10min gerið þykktina hæfilega og smakkið til, berið fram   
0 Comments

Hummus 

3/9/2015

2 Comments

 
Picture
ég er búin að hugsa um það lengi að gera hummus til að nota á hrökkkexið góða, þar sem ég gerði kexið í dag þá skellti ég í hummus fyrst ég átti kjúklingabaunir sem ég sauð um daginn, það er nefnilega gott að sjóða góðan skammt af baununum og frysta og ekki sveik hummusin frekar en kexið, hef reindar ekki gert hummus í mjög langan tíma svo þetta var svona nammidagur eiginlega, nefnilega nýbakað brauð líka 

  • 250-300gr kjúklingabaunir án safa ef þið notið úr dós
  • 2 hvítlauksrif pressuð 
  • 2 matskeiðar tahini ( sesam mauk ) 
  • rifin börkur af 1/2 sítrónu 
  • sírtónusafi eftir smekk ( ég notaði úr heilli lítilli sítrónu)
  • cayenne pipar á hnífsoddi 
  • 1-2 tsk cummin duft 
  • 1 tsk rifið engifer 
  • salt eftir smekk 
  • vatn til að þynna ef þarf 


allt nema krydd er sett í matvinnsluvél og mauka vel þá er kryddinu bætt í og hrært vel saman þar til maukið er slett og fín smakkið til og finnið út hvað ykkur líkar, það er vel hægt að setja sólþurkaða tómata eða kryddjurtir 

Picture
2 Comments

Góð marinering fyrir kjúkling  

3/8/2015

0 Comments

 
Picture
ég prófaði þessa marineringu í dag á kjúklinginn sem átti að grilla í kvöldmatin 

1/2 bolli ólífuolía 
1 tsk sjávarsalt 
1/2 tsk svartur pipar 
1/2 tsk parika 
1/2 tsk cummin
1/4 tsk cayenne pipar 
2 rif hvítlaukur smátt saxað 
1/4 meðal stór laukur smátt saxaður
c.a. 3 msk fersk steinselja smátt skorin  
og takið eftir 1- 1 og 1/2 bolli bjór 

hrærið öllu saman og hellið yfir kjúklingin sem má vera heill eða í hlutum, best að hafa þetta í rennilása poka (zip lock)  poka , látið liggja í a.m.k klukkustund en helst yfir nótt.  Hefjist svo handa við að grilla, Ég valdi að hafa kjúklinginn heilan og setti á Weber kjúklingastand og setti bjór í miðjuna sem var mjög gott, ég fann svona léttan keym af bjórnum sem var mjög gott 
 
Picture
0 Comments

Oregano kjúklingur á grillið 

3/5/2015

0 Comments

 
Picture
var með þennan frábæra oregano kjúkling á sunnudaginn og hann sveik okkur ekki frekar en fyrri daginn

það er best að nota skinnlausar bringur.  það er gott að taka bringurnar í 2-3 hluta eftir endilöngu, við það marinerast þær betur og eru fljótari að grillast
en marineringin er svona og hún dugar á c.a. 4 bringur,

  • 1 dl ólívuolía
  • safi úr einni sítrónu
  • 3-4 hvítlauksrif, rifinn smátt eða pressuð
  • lúka af flatlaufa steinselju, söxuð fínt
  • 2 msk þurrkað oregano
  • salt og pipar
Blandið öllu saman  í skál og veltið kjúklingabitunum upp úr. Látið marinerast í a.m.k. klukkustund en betra á láta marinerast í 4-6 tíma. Grillið þar til þær eru grillaðar í gegn.

ég var með grillaðar sætar kartöflur sem ég pennslaði með ólífuolíu og kryddaði með salti, lime pipar og fersku smátt söxuðu rósmaríni. 

Ég var líka með hvítlaukssósu  og salat. 


0 Comments

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly