Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

Bailys frómas 

12/30/2015

0 Comments

 
Picture
,
 Ég hef alltaf fengið svo góðan Bailys frómas hjá svilkonu minni henni Lauju og langaði að gera þennan frómas fyrir áramótin svo ég fékk auðvitað uppskriftina hennar og gerði frómasinn, ég læt athugasemdirnar frá Lauju með. 
  • 3  stk egg
  • 1,5  dl  sykur
  • 6 blöð matarlím
  • ½ ltr. rjómi
  • 0,5 dl Baileys
  • 125 gr suðusúkkulaði, saxað
 
byrjið á Leggja matarlím í bleyti í kalt vatn. Þeytið egg og sykur mjög vel saman og setið sukkulaðið útí hræruna, þeytið síðan rjóman og hafið tilbúin
 
Baileys er hitað í örbylgjuofni (ca. 20 sekúndur) og matarlímið sett út í (stundum hef ég þurft að hita aðeins í viðbót til að matarlímið leysist betur upp).
 
hafið þeyttan rjóman tilbúin og geymið til síðast, hrærið Baileys-matarlímið út í eggja- og súkkulaðihræruna með því að hella því í mjórri bunu og hrærið vel í á meðan (til að blandan verði ekki kekkjótt )
ath, ef þú hefur engan til að halda í skálina meðan þú hrærir saman, þá hef ég sett blauta tusku undir skálina, til að hún sé ekki að hreyfast á meðan þessu er hrært saman 

Þegar þessu er lokið, hrærið þeytta rjómann saman við – og setja skál sem á að bera frómasinn fram í eða líka smart að setja í litlar desertskálar.
 
Sett í kæli, er ca. 2 klst að stífna.

ég bar hann fram með hindberjasósu og rjóma
​Hindberjasósa
  • 200 gr. frosin hindber
  • 1 dl. vatn
  • 50 gr. sykur ( þeir sem vilja hafa sósuna sætari bæta við eftir smekk)
Setjið allt i pott og látið sjóða við vægan hita í um það bil 15 – 20 mínútur. Kælið, ath: sósan þykknar aðeins þegar hún kólnar.
Picture
0 Comments

Smálúða á osta risotto beði 

12/28/2015

0 Comments

 
Picture
 þessi skammtur sem ég eldaði dugar fyrir 3

risotto :
  • 300gr Aborro grjón eða onnur risotto grjón
  • 2 dl hvítvín
  • 800ml kjúklinga eða grænmetissoð
  • 50gr Parmesan
  • Smjör
  • Olía

Olía er hituð og risotto er velt vel uppúr olíunni í nokkrar mín eða þar til fer að smella í grónunum . Þá er hvítvínið sett saman við og látið sjóða nær alveg niður. Þá er soðið sett saman við smátt og smátt, hrærið vel í á meðan. Sjóðið risottóið í 15-20 mín (fer eftir grjónum), það á að vera stökkt undir tönn og þunnt eins og góður grjónagrautur smakkið til og bætið salti ef þarf en munið að parmesan osturinn er vel saltur. 
þegar þetta er tilbúið þá setjið  handfylli af rifnum parmesan og smá klípu af smjöri saman við, hrærið þar til allt er komið vel saman.

Fiskur :
  • 500gr Smálúða skorin í hæfileg stykki
  • Olía
  • Hvítlaukur smátt saxaður
  • Fersk salvía ef hægt er annars þurkuð 
  • krydd, td. salt og chili explosion eða bara það sem þér hugnast og þurkuð salvía ef hún er notuð

Á meðan verið er að gera risotto er fiskurinn gerður. Setjið vel af olíu á pönnu og setjið hvítlaukinn í olíuna látið malla í smá tíma án þess að brenna hvítlaukinn. Setjið fiskinn í heita olíuna og kryddið . Steikið í c.a 2 mín á hvorri hlið, setjið fullt af feskri salvíu á fiskinn og í olíuna og setjið inní c.a 200° heitann ofninn í c.a 5-7 mín.

Setjið risotto á disk og fiskinn þar yfir, setjið smá olíu af pönnunni yfir ásamt góðri ólífuoíu og dass af parmesan af vill.

ef ég hefði átt Cheddar ost í ískapnum hefði ég notað álíka magn af honum líka, það hefði líklega verið mjög gott líka 
 
0 Comments

smá mont 

12/22/2015

0 Comments

 
dáldið ánægð með árangurinn í sykurmassa tertugerð, gerði þessa handa dóttir okkar fyrir útskriftna hennar, stærri myndir finnið þið ef þið farið inn í sykurmassa skreytingarnar mína hér til vinstri og klikkið á myndirnar 
Picture
0 Comments

Ofur ljúft Bailays konfekt 

12/11/2015

0 Comments

 
Picture
 Ég átti í fórum mínum uppskrift af Beileys konfekti sem ég endur hannaði og útkoman er ofur ljúf. það er hægt að nota það súkkulaði sem mann langar til, ég notaði Sirius konsum orange að þessu sinni og tempraði það til að ná sem bestum árangri. 
  • 150gr núggat 
  • 300gr konfekt marsipan 
  • 1 dl Beileys 
  • 4,5 dl flórsykur 
  • 450 gr gott súkkulaði 
  • 100 gr hakkaðar heslihnetur ( ekki nauðsynlegt)

ég notaði hrærivélina til að hjálpa mér en það er ekki nauðsynlegt. Byrjið á að blanda vinna saman núggatið og marsipanið, síðan er Beileys sett út í og unnið saman þá er flórsykrinum blandað saman við er gætið þess að þetta verði hæfilega þett að sýðustu setti ég helmingin af heslihnetunum saman við rúmlega helmingin af massanum og þá er maður komin með 2 gerðir, ég notaði svo minni endan á kúluskeið ( sést á mynd fyrir neðan) til að hjálpa mér að ákveða stærðina á molunum ekki nauðsyn samt, og notið endilega latex eða plast hanska til að losna við að verða klístrug, þegar búið er að búa til kúlurnar eru þær hjúpaðar með súkkulaði og skreyttar ef fólk vill. Ég skreytti með heslihnetum þá mola sem voru með hnetum og skreytti svo hina með skrautsykri og suma með hvítu súkkulaði sem ég litaði örlítið með dökku súkkulaði. 
næst mun ég örugglega setja heslihneturnar bara saman við allt því molarnir eru svo mikið betri þannig. 



0 Comments

Hnoðuð brún lagkaka, Randalín

12/9/2015

1 Comment

 
Picture
1 kg. hveiti
500 gr. smjör
400 gr. sykur
200 gr. síróp
2-3 egg, eftir stærð, 
3. tsk. kanill 
4 tsk. kakó
2 tsk. hjartarsalt
3. tsk. negull
2 tsk. engifer
6 tsk. lyftiduft
 
Öllu hnoðað saman. Deiginu skipt í 4 jafnstóra hluta. Deigið flatt þunnt út í ferhyrndar kökur næstum því eins stórar og bökunarplatan. Bakað þar til fallega brúnt, í svona 5-10 mínútur á að giska.
Kökuplöturnar síðan lagðar saman með smjörkremi  á milli, fallegasta platan efst. Lagkökunni síðan pakkað vel inn í eldhúsfilmu eða álpappír og látin bíða í 2-3 daga til að mýkjast. Þá er hún skorin í 6-8 stykki og hverju stykki pakkað vel inn, umbúðirnar þurfa að vera loftþéttar svo kakan harðni ekki. Geymist vel í frysti.
Aths.
  ég flet plöturnar út til hálfs, set þær síðan á bökunarpappírinn á bökunarplötunni og klára þannig að fletja út hverja plötu fyrir sig. 
Þegar kökuplöturnar eru bakaðar renni ég þeim varlega yfir á kalda bökunarplötu eða á stórt skurðbretti. Ég reyni að mæla c.a. hverja plötu fyrir sig til að ég geti haft þær allar jafn stórar áður en þær eru bakaðar, 


1 Comment

Dásamlega góðar súkkulaðistangir 

12/7/2015

0 Comments

 
Picture

þessi smáköku uppskrift kemur úr gamalli bók frá mömmu minni og voru alltaf bakaðar á mínu heimili þegar ég val lítil stelpa, ég hef ekki gert þær í nokkur ár en ákvað að skella í eina uppskrift en mundi að eitthvað hafði mér alltaf fundist vanta og bætt því við c.a 1/2 tsk af salti og skipti út smjörlíki og notaði smjör í staðin. Ég fann að saltið er lykilatriði og ekki skemmir að þetta er mjög auðvelt. 

Súkkulaði stangir 
  • 425 gr smjör 
  • 640 gr hveiti 
  • 425 gr sykur 
  • 4 msk kakó 
  • 2 egg 
  • 2 msk vaniludropar 
  • 1/2 tsk salt 
  • saxaðar möndlur til að skreyta með

Öllu hnoðað saman og rúllað upp í lengjur á þykkt við litla fingur svo eru lengjurnar ská skornar í  bita  svo  dýfir maður annari hliðinni í egg sem er búið að píska saman og svo í möndlur sem eru blandaðar með sykri, það er auðvitað smekks atriði hversu mikið á að vera ofan á hverri köku. Þetta er bakað við 180-200°c  hjá mér var það c.a. 15mín eða auðvitað er þetta misjafnt eftir öfnum
0 Comments

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly