Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

Súkkulaði mús sem rennur ljúflega niður

1/30/2016

0 Comments

 
Picture
Í kvöld ætla ég að hafa lítið matarboð og ætla að bjóða upp á þennan rétt fyllt kalkúnalund en eftir matin ætla ég að bjóða upp á súkkulaði mús í desert
 
​súkkulaðimús 
Í þessari uppskrift er notast við bæði hvíturnar og rauðurnar í eggjunum og að sjálfsögðu gott, dökkt súkkulaði. útkoman er himnesk súkkulaði mús
  • 100 grömm dökkt súkkulaði (70%)
  • 25 grömm smjör
  • 2 eggjarauður
  • 2 eggjahvítur
  • 2 msk sykur
  • 1,5 dl rjómi
Skerið súkkulaðið og smjörið í bita, notast má mið ýmsar aðferðir við að bræða súkkuðaðið ég bræddi það í örbylgju ofni eða 2/3 af súkkulaðinu og tempraði það svo með restinni sem var á smátt skorin og setti svo smjörið út í, einnig er hægt að bræða súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði. Takið af hitanum og hrærið eggjarauðurnar ei út í eina í einu.
Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt sykrinum og blandið þeim varlega  út í eggjahræruna. Það er best að gera það með sleif eða sleikju.  Þeytið síðan rjómann og bætið honum við blönduna.
Setjið í glös eða skálar, þetta magn passar í cirka 4 glös eða skálar á stétt eða 6 minni, kælið í ísskáp í amk 2 klst.
0 Comments

Indónesískar kjötbollur 

1/30/2016

0 Comments

 
Picture
ég bauð upp á þessar ljúfengu kjötbollur sem pinnamat þegar maðurinn minn átti stór afmæli fyrir 2 árum og hef alltaf ætlað að prófa að hafa þær í matin og hafa þá hrísgrjón með ég gerði bara helminginn af meðfylgjandi uppskrift og eins og mig minnti þá voru þær ljúfengar og gott að borða þær með hvrísgrjónum og salati 
(ca. 50 litlar kjötbollur):
  •  900 g nautahakk
  •  2 tsk sesamolía
  •  2.5 dl brauðmylsna
  • 1 tsk engifer (krydd)
  • salt & pipar
  • 2 egg
  • 3-4  hvítlauksrif, pressuð eða skorin smátt
  • 1 búnt vorlaukur (hvíti hlutinn saxaður smátt – græni hlutinn geymdur)
 Sósa:
  • 2 dl Hoisin sósa
  • 4 msk hrísgrjónaedik (rice vinegar)
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 msk sojasósa
  • 1 tsk sesamolía
  • 1 tsk engifer (krydd)

  • Sesam fræ og græni hlutinn af vorlauknum notað til skreytingar.

Ofn hitaður í 200 gráður. Nautahakkið er sett í skál ásamt kryddi, eggjum, brauðmylsnu, hvítlauki og vorlauki, blandað vel saman. Litlar bollur eru mótaðar úr hakkinu og raðað á ofnplötu klædda bökunarpappír. Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 10-12 mínútur eða þar til bollurnar eru tilbúnar.
Á meðan bollurnar eru í ofninum er sósan útbúin. Öllum hráefnunum í sósuna er blandað vel saman. Þegar bollurnar eru tilbúnar er þeim velt upp úr sósunni eða henni hellt yfir bollurnar. Græni hlutinn af vorlauknum er saxaður og dreift yfir ásamt sesamfræjum.

0 Comments

Bóndadags kakan þettað árið

1/22/2016

0 Comments

 
Picture
Bóndadags kakan þettað árið er Amerísk súkkulaðikaka, mjúk og góð og tilvalin til að heilla bóndann.
þetta er frekar stór uppskrift  og kakan er ómótstæðileg.  Uppskriftin er í amerískum mællieiningum.  Ef þið eruð ekki með bollamál er amerískur bolli rétt tæpir 2,4 dl.
En hér kemur uppskriftin af þessarri amerísku súkkulaðibombu, Það er gott að hafa þeyttan rjóma með kökunni og stundum er ég með hindberja sósu eins og ég gerði með Bailys frómasinum um áramótin. 
en hér er uppskriftin 
  • 3 bollar hveiti
  • 2 1/2 bolli sykur
  • 4 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli kakó
  • 1 1/3 bolli olía
  • 1 1/2 bolli súrmjólk
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 bolli heit sterkt kaffi
  • Vanilludropar
Hitið ofnin í 180 gráður. Smyrjið 2 smelliform (ég notaði 24 cm, í uppskriftinni er mælt með 9 tommu formi) með smjöri og dustið með hveiti.  Gott er að setja smjörpappír í botninn á smelliforminu til að auðveldara sé að taka hana af forminu.
Blandið saman í stórri skál hveitinu,  sykrinum, matarsódanum, salt og kakó. Hrærið vel saman olíu, súrmjólk og eggjum. Bætið kaffinu i bunu út í á meðan hrært er í. Gott er að nota sleif til að skrapa botninn og blanda deiginu vel saman. Bætið að síðustu vanillu út í og hrærið saman.
Bakist í 30 – 35 mín. Stingið  hníf í deigið, hann á að koma hreinn út. Athugið að tíminn er svolítið eftir ofni, ég var með mínar eitthvað lengur og þvi öruggast að treysta á hnífinn frekar en klukkuna Leyfið siðan kökunni að jafna sig í 15-20 mín áður en hún er tekin úr forminu.

mælt er með 9" smelliformi en oftast nota ég skúffukökumót sem er 20x30 cm líka fínt að nota 2 26cm form. 
Að þessu sinni notaði ég lítið hjartaform og gerði tvær þannig og setti afgangin í 20 bollakökuform sem bakaði og setti svo í frysti. 

kremið sem ég notaði:
mér finnst ekki gott að hafa mikið smjörbragð svo ég er dáldið sparsöm á smjörið í kremið.
125 gr mjúkt smör 
3/4 bolli kakó 
3 og 1/2 bolli flórsykur 
örlítið salt 
heitt kaffi eftir þörfum 

flórsykur og kakó sigtað í skál og restinni svo bætt í og hrært vel þar til þyktin sem þið viljið er komin, muna bara að nota ekki of mikið kaffi í einu því þá getur kremið orðið of mjúkt en þykktin fer eftir hvernig þið ætlið að notað það. 
Kremið var heldur mjúkt hjá mér að þessu sinni til að gera svona rósir en ég lét það duga
0 Comments

Eldfast mót fullt af hollustu 

1/19/2016

0 Comments

 
Picture

kvöldmaturinn í kvöld var einstaklega vel heppnaður enda bara eintóm hollusta.  kjúklingurinn sem var 1250gr áður en hann var eldaður dugar fyrir 3 manneskjur. 
  • 1 heill kjúklingur 
  • 10 litlar rauðar kartöflur ( skornar á helming) 
  • 2 hvítlauks rif (söxuð)
  • 2-3 skarlot laukar ( gróft skornir)
  • salt 
  • piri piri krydd ( eða annað sem ykkur langar í )
  • paprikuduft
sett í eldfast mót og inn í ofn á 200°c  í 20 mín. Á meðan þetta er að eldast
  • 1 kartafla afhýdd og skorin í bita 
  • 3-4 gulrætur hreinsaðar og skornar í bita 
  • 1 appelsína skorin í bita 
  • 3 dl kjúklingsoð ( má vera teningur og vatn)
restin sett með í botnin og haldið áfram að elda í aðrar 15 mín, kíkið í ofninn og ausið yfir allt með soðinu og bætið við vatni ef þarf, eldið í 10-20 mín til viðbótar og ausið yfir þegar þarf. 
Ég bar fram með þessu mais korn og útbjó sósu úr soðinu sem ég bragðbætti með kjúklingakrafti og salti og bætti útí matreiðslurjóma. fyrir sumar var sósan punkturinn yfir i-ið en perósnulega vildi ég frekar soðið úr fatinu yfir, mjög gott að borða smávegis af appelsínunni með þessu.
​
ATH: eldunar tími fer alltaf eftir stærð, sá sem ég eldaði þarna var 1100gr og náði hann að eldast í gegn á 50 mínútum en annars þegar maður er með kjukling ber alltaf að hafa varan á og ef fólk er ekki með hitamæli í kjötinu er einfalt að skera í kjötið þar sem það er þykkast og skoða hvort það sé eldað

0 Comments

Ljúfur Fennel kjúklingur 

1/14/2016

0 Comments

 
Picture
Fennel hefur gott bragð, sem minnir svolítið á anís, og er jurtin og krydd af henni vinsæl í ítalskri matargerð. 
  • 4 kjúklingabringur, skornar í 3 bita hver
  • 3 fennelbelgir, hreinsið utan af og skerið í grófa bita
  • 3 stönglar ferskt rósmarín, saxað
  • 1 steinseljubúnt
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 3 dl kjúklingasoð
  • Salt og pipar
Hitið olíu á pönnu eða þykkum potti og steikið fennel bitana.  Bætið við rósmarín og klípu af salti. Steikið bitana í rúmar tíu mínútur, þeir mýkjast og taka smám saman á sig brúnan lit.
Hellið kjúklingasoðinu á pönnuna, setjið lokið á og látið malla í þrjár til fjórar mínútur. Takið af pönnunni og geymið.
Bætið við olíu á pönnuna og steikið kjúklingabitana og um matskeið af fersku rósmarín. Saltið og piprið. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður er hvítlauknum bætt út í og steiktur með í um hálfa mínútu. Bætið loks fennikkunni og vökvanum saman við. Leyfið að malla í nokkrar mínútur. Slökvið á hitanum og bætið steinseljunni saman við.
Berið fram með hrísgrjónum soðnum í kjúklingasoði (ein teskeið af krafti út í vatnið og rósmarín grein ).
 
Picture
0 Comments

Afmæliskaka ömmudrengsins 

1/10/2016

0 Comments

 
Hulk Afmæliskaka var á óskalistanum og amma varð auðvitað við þeirri beiðni 
0 Comments

innbökuð nautalund eða Beef wellington á áramótum 

1/1/2016

0 Comments

 
Picture
þessi máltíð heppnaðist virkilega vel og ég mun örugglega gera svona aftur við tækifæri 
  • Um það bil 1,5 kg nautalund
  • 2 tsk. salt
  • 1 tsk. nýmalaður pipar
  •  smjör til steikingar
  • 1 pakki frosið smjördeig + ein plata
  • 1 egg
  • 1-2 pakkar hráskink

Sveppafylling
  • 250 g ferskir sveppir, ég notaði bland af skógarsveppum og þessum venjulegu
  • -1-2 laukar eftir stærð ( ég notaði 2)
  • smjör til steikingar
  • 3 msk. fersk steinselja
  • 1 dl rauðvín eða hvítvín
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar

Í þessum rétti er oftast eingöngu besti bitinn úr lundinni nendarnir eru skornir frá og notaðir í eitthvað annað en þar sem ég var með 1 stóra lund og vildi prófa mig áfram þá tók ég besta bitann í eina steik og svindlaði aðein sem hinn og hlutan braut ég undir þynnsta endan áður en ég steikti og það kom bara vel út .
Lundin er brúnuð í smjöri á heitri pönnu, krydduð og síðan sett til hliðar. 

Skerið sveppina og laukinn smátt. Steikið í smjöri og hrærið á meðan steikingin fer fram. setjið vínið á pönnuna og sjóðið niður, Bætið steinselju saman við. Bragðbætið með salti og pipar. 

leggið plastfilmu á borð og leggið hráskinku sneiðar á hana og smyrjið þar yfir sveppablönduni leggið síðan kjötið á þetta og pakkið inn og geymið í ískáp í 1-2 klst

Leggið smjördeigið á borð og fletjið það út. 
Plöturnar eiga að límast saman með léttþeyttu eggi. Leggið  

Pakkið kjötinu inn í smjördeigið, leggið á smjörpappír á bökunarplötu og látið "sauminn" snúa niður. Notið afskurð af deiginu til að búa til skraut ofan á. 

Penslið allt með léttþeyttu egginu og geymið á köldum stað þar til kjötið fer í ofninn. Þetta má gera degi fyrir notkun. Setjið kjötið í 200°C heitan ofn í 20 mínútur. Kjötið á að elda þar til kjöthitamælirinn sýnir 57°C. 

​
0 Comments

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly