Ég gerði fyrir hann tertu sem samanstendur af gamaldags rjómatertu og svo sykurmassi til skreitingar og þetta var útkoman, ég er bara nokkuð ánægð með þetta, líka þar sem ég hef ekki snert sykurmassa í mörg ár þar til ég gerði Spiderman tertu handa barnabarninu í janúar sem heppnaðist ágætlega líka, engin meistara verk en samt nógu gott.
Ég byrjaði að vinna aðeins með sykurmassa fyrir líklega 15 árum síðan en þá var ekki hægt að kaupa hin ýmsu áhöld sem maður getur fengið núna t.d í versluninni Allt í köku svo núna er svo mikið skemmtilegra að gera þetta, áður var það bara handgerðar rósir og einhverjir snúningar en núna er hægt að gera nánast hvað sem er með sykurmassa og gum paste, bara skemmtilegt . Terturnar sem eru nú ekki gerðar oft en gaman að halda utan um þetta hér með dálki fyrir þetta til hliðar