Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

fiskur með Blauðlauk, feta og sólþurkuðum

9/25/2014

0 Comments

 
Picture
Það er löngu komin tími á þennan góða fiskrétt hér á heimilinu, hefur ekki verið gerður í óratíma.
það má nota hvort heldur sem er ýsu eða þorsk í þennan góða fiskrétt, innihaldið getur verið orlítið breitilegt en í dag var hann svona og er bara að fara í ofninn . 

  • 800gr þorskur 
  • 1 bolli blaðlaukur, skorin 
  • 1/2 krukka sólþurkaðir tómatar, saxaðir
  • 2 hvítlaukgeirar smátt saxaðir 
  • 2 vel þroskaðir tómatar 
  • 2/3 krukka fetaostur í olíu
  • 5 pipar blanda 
  • fersk basilika ef þið eigið annars 1 tsk þurkuð 
  • sjávarsalt 

smá af olíuni sem er í sólþurkuðu tómötunum smurt í eldfast mót, fiskurinn hreinsaður og skorin í bita og raðað í mótið kryddað með salti og pipar. laukurinn og tómatar skorið niður og fetaosturinn er létt stappaður og blandað saman við tómatana og laukinn. blöndunni er dreift yfir fiskinn og mótið sett í ofn og bakað við 200°c í 20-30 mín eða þar til fiskurinn er tilbúin. ég bar þetta fram með nýjum kartöflum og grænu salati 
 
Picture
0 Comments

hvað er betra en upphituð kjötsúpa

9/25/2014

0 Comments

 
gerði kjötsúpu í gær og hvað er þá betra daginn eftir en upphituð kjötsúpa.
Picture
0 Comments

Sítrónu þorskurinn gerður aftur og nú örlítið breyttur 

9/22/2014

0 Comments

 
Picture
Nú gerði ég þennan ljúfenga fiskrett aftur en breyttir til. Ég snögg steikti fiskinn á heitri pönnu áður en hann fór í ofninn á fékk aðeins stökka húð á hann, svo var hann í ofninum í 10 mínútur,Ég bar þetta fram með nýjum kartöflusmælki og kjúklingabaunasalati. Mér fannst þetta ekki síðra en get ekki gert upp á milli
Hér er uppskriftin eins og hún var upphaflega.
  •  1 kg þorskur
  • 100gr smjör 
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 1-2 hvítlauksgeirar saxaðir smátt
  • raspaður börkur af hálfri sítrónu ( bara ysta lagið)
  • 1 bolli gróft spelt (má vera hveiti í staðin)
  • 5 pipar eða annar pipar
  • sjávarsalt
  • reikt papriku krydd (má vera venjulegt paprikukrydd)

Snyrtið fiskin og skerið í hæfilega bita. Smjörið er brætt með hvítlauknum og sítrónubörknum, þegar smjörið er bráðið þá er sítrónuni bætt í og hrært saman, speltið ( hveitið) er kryddað sem salti og pipar. Fiskstykkjunum er velt upp úr smjörinu og síðan úr speltinu þá er þeim raðað í eldfast mót, þegar öll stykkin eru komin í mótið þá er reiktri papriku stráð yfir og restin af smjörinu sett yfir líka. Sett í 220°c heitan ofn og bakað í 20-30 mín.

Ég bar þetta fram með nýjum kartöflum og Sweet chili salati. 

0 Comments

Heilhveitibrauð sem er alltaf gott

9/20/2014

0 Comments

 
Picture
Ég hef nokkrum sinnum bakað þetta brauð, sama brauð og var bakað í Hið Blómlega bú þættinum, allaf gott þetta brauð, gerði það í dag og set uppskriftina hér, ég á reindar ekki steipujárnspott en gamli ofnpotturinn minn er notaður í staðinn ekki verra að fá glænýtt heimabakað brauð í hádeginu á laugardegi, hér bíður það eftir að vera skorið og ég er ekki alveg að geta beðið eftir að það kólni dálítið en ég sker það yfirleitt þegar það hefur staðið í 20-30 mín því allir eru orðnir óþreygjufullir.

Heilhveitibrauð ( hið blómlega bú)

1 stór brauðhleifur
Hugmyndin um að baka brauð í steypujárnspotti náði fyrst almennri hylli þegar Mark Bittman hjá New York Times birti árið 2006 uppskrift af brauði úr smiðju Jim Lahey í Sullivan Street bakaríinu á Manhattan. Tímaritið Cooks Illustrated endurbætti síðan uppskriftina, meðal annars með því að bæta við bjór og ediki til að líkja eftir því flókna bragði sem bakarar ná fram í brauðum sínum.

Í staðinn fyrir mikið magn af geri og mikla hnoðun, eins og í flestum brauðuppskriftum, er aðeins notað ögn af þurrgeri, deigið látið hefast í um hálfan sólarhring og það hnoðað í mjög stuttan tíma. Þessi langa hefun gefur gerinu tíma til að fjölga sér og einnig ensímum í hveitinu tíma til að vinna á próteinum sem í því er til að mynda þéttan glútenvef. Á meðan brauðið bakast fjölgar gerið sér enn hraðar og gefur frá sér koltvísýring sem festist í glútenvefnum og þenur þannig deigið út. Þegar glútenvefurinn bakast og þornar verður brauð til.

Ástæða þess að brauðið er bakað í lokuðum steypujárnspotti er til að koma í veg fyrir að vatnið sem gufar upp af brauðinu sleppi út. Í pottinum myndast þá mjög rakt og heitt umhverfi sem gerir það að verkum að loftið í deiginu þenst út mun hraðar og gerir brauðið loftmeira. Rakinn í pottinum gerir það einnig að verkum að þunn filma af sterkju myndast á yfirborði deigsins og verður skorpan því mjög stökk og góð.

Það er gott að hafa í huga að öll óhreinindi sem geta verið á steypujárnspottinum, innan sem utan, munu bakast við pottinn vegna þess hve heitur hann verður. Það er þó hægt að ná bökuðum óhreinindum af með því að skrúbba pottinn vel með þykku mauki gerðu úr vatni og matarsóda. Einnig er mikilvægt að athuga handfangið á pottlokinu því sumir pottar eru með plasthandföng sem standast ekki 250°C hita. Ég skipti handfanginu á mínum potti út fyrir stálhandfang ætlað fyrir skúffur og skápa.

Innihald
300 grömm hveiti
150 grömm heilhveiti
¼  teskeið þurrger
1 ½ teskeið salt
200 millílítrar vatn, við herbergishita
100 millílítrar mildur bjór eða pilsner, við herbergishita
2 matskeiðar hunang
1 matskeið 5% edik

Leiðbeiningar
1.      Hrærið saman hveiti, heilhveiti, þurrgeri og salti í stórri skál. Blandið saman vatni, bjór, hunangi og ediki í lítilli skál og bætið út í hveitið. Hrærið öllu vel saman þar til ekkert hveiti er eftir í skálinni. Hyljið skálina með vel röku stykki eða plastfilmu og látið hefast í um 12 klukkustundir eða þar til það hefur tvöfaldast að rúmmáli. Það fer eftir hitastiginu í herberginu hversu lengi deigið þarf að hefast, skemur ef það heitt en lengur ef það er kalt.

2.      Leggið örk af smjörpappír í pönnu sem hefur svipað flatarmál og potturinn sem baka á brauðið í. Hnoðið deigið um tíu sinnum á hveitistráðu borði, formið það í kúlu og leggið ofan á smjörpappírsörkina á pönnunni. Penslið kúluna með olíu. Hyljið deigið lauslega með plastfilmu og leyfið því að hefast við herbergishita í um það bil tvær klukkustundir eða þar til það hefur stækkað um helming.

3.      Þegar 30 mínútur eru þangað til baka á brauðið er steypujárnspotturinn, með lokinu á, settur neðst í ofninn og hann hitaður í 250°C.

4.      Rétt áður en brauðið á að fara inn í ofninn, dustið þá hveiti yfir deigið og skerið í það einn langan skurð, um það bil sentímetra djúpan. Takið pottinn, sem nú er sjóðheitur, úr ofninum og notið smjörpappírinn til að flytja deigið yfir í pottinn. Setjið lokið á og pottinn aftur inn í ofninn. Lækkið ofnhitann niður í 210°C og bakið brauðið í 30 mínútur. Takið þá lokið af og bakið brauðið 20 til 30 mínútum lengur, eða þar til það er orðið dökkbrúnt og brauðið hljómar holt að innan þegar bankað er á botn þess. Kælið brauðið á grind í tvær klukkustundir og leyfið skorpunni að jafna sig.

0 Comments

Mín útgáfa af plokkfisk

9/17/2014

0 Comments

 
Picture
fyrir 4
  • 700gr þorskur eða ýsa
  • 400- 500gr kartöflur
  • 50 gr smjör 
  • hveiti 
  • Mjólk c.a. 1/2 liter 
  • 1 tsk madrass karry 
  • sjávar salt 
  • pipar 
  • kjúklingakraftur 1 kallo teningur eða 2 tsk Tasty kraftur 
  • 1 lítill laukur eða 1/2 stærri saxaður 
  • örlítið múskat

Byrjið á að sjóða kartöflur gera fiskinn klárann það er hægt að nota afgangs fisk og kartöflur en ég sauð upp á fiskinum. Smjörið er brætt og hveitið sett í og búin til jafningur með mjólkinni Kryddið og bætið kjúklinga kraftinum út í, lauknum bætt í og síðan kartöflunum og hitað og smakkað til með salti og því kryddi sem þið óskið og þá plokkarinn tilbúinn og bestur með góðu rúgbrauði 
0 Comments

kjuklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk

9/15/2014

0 Comments

 
Picture
það átti nú að vera allt annað gert úr þessum bringum en bragðlaukarnir tóku U beigu og skiptu um stefnu og úr varð þetta, ekki verra þegar óvænta gesti ber að garði að vera með góðan mat á pönnunni 
  • 800gr  kjúklingabringur, skorin að vild
  • 1 krukka sólþurkaðir tómatar skornir að vild 
  • 1 rauð paprika, söxuð
  • 1 græn paprika, söxuð 
  • 1 skarlot laukur
  • 1/2 meðalstór haus brokkoli, skorin
  • 2 dl hvítvín
  • 3 hvítlauksgeirar smátt saxaðir
  • 1 matreiðslu rjómi
  • salt og svartur pipar 
  • kjúklingakraftur eftir smekk

Steikið laukinn, sólþurkuðu tómatana og grænmetið og takið til hliðar og geymið, steikið síðan kjúklinginn á pönnunni og kryddið.  Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er grænmetinu bætt út á og steikt um stund svo er hvítvín sett út í og soðið niður í um 5 mínutur þá er rjómanum hellt út á og látið malla um stund, smakkað til með salti og pipar og kjúklingakraft ég notaði eina c.a 1tsk af Tasty krafti . 
Ég bar þetta fram með hýðishrísgrjónum og salati.
Það sem ég gerði var að nota það sem til var í ísskápnum þvi það er um að gera að nota það sem er til hverju sinni. Ég held að þetta færi líka voðalega vel með pasta í stað hrísgjóna.
0 Comments

Kjötsósan góða fyrir spaghetti 

9/11/2014

0 Comments

 
Picture

Spurningin var í gær hvað ætti að vera í matinn enn og aftur, ég var búin að afþýða voðalega gott nautahakk sem ég hafði keypt á Hálsi í Kjós, frábært að kaupa hakk og kjöt hjá þeim, spurningin var hvað ætti að gera við það, dóttirin stakk upp á spaghetti og kjötsósu sem úr varð að ég gerði. Þetta er í gruninn sama sósa og er í lasagnanu mínu en núna eins og svo oft áður notaði ég bara það sem var til í skápnum.
  • c.a 500 gr nautahakk
  • 1-2 dósir niðursoðnir tómatar (ég notaði 2)
  • 1 lítil dós tómatpúrre (2-3 msk)
  • 1 laukur
  • 1-2 sellery stönglar
  • 1 rauð paprika smátt skorin 
  • 3-6 hvítlauksgeirar ( eftir smekk)
  • 1-2 tsk nautakraftur ( smakka til )
  • Salt og pipar ( smakka til )
  • ferkst timian saxað c.a.2 tsk , ( má nota þurkað)
  • Basil gott búnt ef þið notið ferska það er best eða c.a 1 tsk þurkaða
  • pasta 100gr á mann úr pakka eða 1 egg á mann í pasta ef þið gerið ferskt 
Byrjið að svissa laukinn og brúna hakkið  í  svo er restinni af grænmetinu, tómötunum og tómatpúrreinu bara bætt í og látið malla í einhverja stund því lengur því betra bara en allavega 20 mín. 

ég bar þetta fram með spaghetti pasta sem var soðið samkv, leiðbeiningum á pakkanum þar sem ég nennti ekki að gera ferskt pasta í þetta sinn, ferskum parmessan og heimagerðu snittubrauði uppskrift frá "cafesigrún" sem ég átti í frysti og heimagerðri hvítlauksolíu og dásamlega gott auðvitað og svo fór restin í nestisbox heimilisfólks.  
0 Comments

Ljúfengur sítrónu þorskur í ofni 

9/8/2014

0 Comments

 
Picture
Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, sá um daginn uppskrift þar sem sitróna er notuð á þennan hátt en ég aðlagaði þetta að mínum hugmyndum og útkoman var mjög bragðgóð en þið getið fundið meira af myndum með uppskriftinni hér til vinstri í dáknum fyrir fiskrétti. 

fyrir 4-5
  • 1 kg þorskur
  • 100gr smjör 
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 1-2 hvítlauksgeirar saxaðir smátt
  • raspaður börkur af hálfri sítrónu ( bara ysta lagið)
  • 1 bolli gróft spelt (má vera hveiti í staðin)
  • 5 pipar eða annar pipar
  • sjávarsalt
  • reikt papriku krydd (má vera venjulegt paprikukrydd)


Snyrtið fiskin og skerið í hæfilega bita. Smjörið er brætt með hvítlauknum og sítrónubörknum, þegar smjörið er bráðið þá er sítrónuni bætt í og hrært saman, speltið ( hveitið) er kryddað sem salti og pipar. Fiskstykkjunum er velt upp úr smjörinu og síðan úr speltinu þá er þeim raðað í eldfast mót, þegar öll stykkin eru komin í mótið þá er reiktri papriku stráð yfir og restin af smjörinu sett yfir líka. Sett í 220°c heitan ofn og bakað í 20-30 mín.

Ég bar þetta fram með nýjum kartöflum og Sweet chili salati sem þið getir fundið uppskrift af í " sósur og meðlæti" hér til vinstri . 

þetta var mjög gott en mig langar næst að steikja fiskinn first á pönnu til að brúna og setja svo í heitan ofn og sjá hvernig það kemur út. 

  

0 Comments

Kjúklinga vorúllur

9/7/2014

0 Comments

 
Picture
Ég gerði í fysta skipti vorrúllur fyrir fmmtugs afmælið hjá manninum mínum og þær voru svo vinsælar að þær kláruðust næstum stax. þá gerði ég kalkúna rúllur en núna ákvað ég að prófa aðra uppskrift sem ég aðlagaði að mínum bragðlaukum og í þessar er notaður kjúklingur, þetta tókst með afbrigðum vel og sló í gegn. 
  • 3-4 kjúklingabringur ( hakkaðar )
  • 1 búnt vorlaukur 
  • 1/2 hvítkálhaus, fínt skorin 
  • 1 msk engifer raspaður eða mjög fínt saxaður 
  • gott búnt coriander saxað 
  • 2 -3 gulrætur saxaðar 
  • 3 hvítlauksgreirar fínt saxaðir 
  • 1 msk kínverskt five spice  ( fæst í indónesísku búðinni á suðurlandsbraut )
  • 2 msk hnetusmjör 
  • svartur pipar 
  • 1-2 msk soyasósa
  • vörrúllu blöð, ( fæst í indónesísku búðinni á suðurlandsbraut )
  • ólífuolía eða kokosolía til steikingar 
  • vatn til að bera á samskeitin á rúllunum 
  • ólífuolía til að pensla rúllurnar 

Byrjið á að steikja kjúklinginn sem búið er að hakka í hakkavél eða mixer, þegar kjúklingurinn er steiktur þá er kryddinu og öllu gærmnemir nema kálinu bætt í og stekt í 3-4 mínútur þá er kálinu bætt í og steikt áfram í um 5 mínútur,  kálið ætti ekki að vera alveg mjúkt, smakkið til með salti og kryddi og kælið aðeins áður en þið setið á vorrúlludegið. 
Notið eitt til 2 blöð fyrir hverja rúllu, með þessu sem ég er með er nóg að nota eitt blað fyrir hverja. Setjið mátulega mikið af maukinu á miðju á hverri örk og brjótið inn af og rúllið upp eins og myndirnar sýna hafið litla skál með vatni til að dreipa á endan til að þetta lokist vel ,  þegar allar rúllurnar eru tilbunar er þær lagðar á bökunarpappír penslið síðan hverja rúllu alveg með ólífu olíu, setið síðan í ofnin og steikið þar til fallega brúnt við 240°c, hitin fer eftir ofnum.
Berið fram með hrísgrjónum og sweet chili sósu. 

Ef það koma göt á degið þegar þið eruð að rúlla þessu upp þá setð þið bara annað deigblað utan um.
Auðvitað er líka gægt að steikja rúllurnar í olíu sem er líka gott ég er bara á því að steikja þær í ofni til að minka olíuna sem fer á þær. 
hér fyrir neðan er uppskriftin með meira af myndum. 



kjúklinga vorrúllur
0 Comments

Ofur gott rabbabarapæ 

9/6/2014

0 Comments

 
Picture
Skellti í þetta fína rabbabara pæ í sumarbústaðnum í dag, bara dúndur gott.

Rabarbara pæ


  • Rabarbarinn er hreinsaður og skorinn, nóg til að fylla botn á litlu eldföstu móti, ef notaður er frosin rabbabari þá er best að afþýða hann alveg áður en hann er notaður og hella af honum safanum, því annars verður pæið og blautt
  • 200 g smjör
  • 1 bolli gróft spelt
  • 3/4 bolli hrásykur
  • 2 stór egg
  • 1 msk kókosmjöl
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • kanill 

 Hitið ofninn 180°C.
2. Smyrjið lítið eldfast mót. mitt var á stærð við tertuform.
3. Setjið rabarbarann í botninn á eldfasta mótinu.
4. Bræðið smjörið í góðum potti og bætið þurrefnunum út í, Hrærið í og takið pottinn af hellunni.
5. Bætið eggjunum og kanil út í og hrærið vel þar til allt er komið saman vel saman

Hellið yfir rabarbarann og bakið í u.þ.b. 30-40 mínútur.
Berið fram með þeyttum rjóma og /eða ís.

það getur líka verið gott að setja súkkulaði yfir líka nú eða sleppa kanilnum og raspa smá engifer út á 
0 Comments
<<Previous

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly