Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

Risotto með kjúkling og chorizo

2/28/2015

0 Comments

 
Picture
Tökum einn Ítalskan rétt í dag 

  • 3 dl Arborio-grjón
  • 2 kjúklingarbringur, skornar í litla bita
  • 100 g chorizo, saxað
  • 1 rauðlaukur, saxaður
  • 1/3 höfuð brokkoli skorið 
  • 3-4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 2 dl hvítvín
  • 75 g parmesan, rifinn
  • 1 líter kjúklingasoð
  • 3 rósmarínstönglar
  • 1 box konfekt- eða kirsuberjatómatar skornir í hálft
  • balsamikedik
  • ólífuolía
  • smjör
  • balsamik edik
  • salt og pipar

Ólífuolía hituð á stórri pönnu. Mýkið rauðlaukinn í 3-4 mínútur ásamt hvítlauknum og söxuðu rósmarín. Bætið saxaðri chorizo-pylsunni út á pönnuna ásamt kjúklingnum og steikið í um 5 mínútur. Þá er hrísgrjónunum bætt út á og velt um á pönnunni með sleif í 2-3 mínútur. Hellið hvítvíninu út á og látið það sjóða niður að mestu og bætið við dassi af balsamik ediki.

Þá er komið að því að bæta kjúklingasoðinu saman við, smátt og smátt í einu þar til að grjónin eru tilbúin. Þau eiga ekki að vera mauksoðin heldur enn með örlitlu biti í miðjunni. Hrærið reglulega í með sleif. Þetta tekur um 20 mínútur.  Á miðri leið, eftir um tíu mínútur, er tómötunum og brokkoli bætt í 

Þegar grjónin eru tilbúin er klípu af smjöri bætt saman við ásamt rifna parmesan-ostinum. Látið standa í 3-4 mínútur og berið síðan fram með baguett, salati og ekki skemmir glas af góðu rauðvíni 

Picture
0 Comments

Súkkulaði skúffukaka

2/28/2015

1 Comment

 
Picture
Í tilefni af þessum yndislega laugardegi þá var sett í súkkulaðu skuffuköku hér á bæ

150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki/smjör við stofuhita
2 egg
260 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
1 dl mjólk 
1 dl súrmjólk eða AB mjólk

Þeytið smjör, sykur og púðursykur mjö vel saman, bætið við eggjum einu og einu í einu og þeytið þar til þetta er loftmikið og flott
bætið svo restinni af innihaldinu útí og hrærið þar til degið er komið saman, semsagt ekki of lengi, setjið degið í form sem hentar hverju sinni ... bakið í miðjum ofni á 180°C í ca 30 mín eða þar til tilbúin. Fer eftir þykkt kökunnar. 

ég setti í skúffukökuform sem er 22x32 cm og passaði kakan flott í það, ég hef annars notað sem þumalputtareglu að ef formið á hálffult áður en það fer í ofninn  þá er ekki gott að setja meira í það annars er hægt að búa til muffins eða tertu úr þessu degi.

Krem:

350 gr flórsykur
50 gr smjör brætt
50 gr kakó
1 tsk vanilludropar/extract
heitt kaffi 

allt sett í skál nema kaffið, balndið létt saman þá er kaffið sett í smátt og smátt og þeytt þar til rétt þykkt er komin en má ekki vera of þykkt, þá er erfitt að setja það á kökuna.
þá er ekkert eftir nema njóta í botn 
Picture
1 Comment

Uppskrift februar mánaðar 

2/28/2015

0 Comments

 
Uppskrift febrúarmánaðar er klárlega 
kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk. 
bara verð að segja frá því vegna þess að hún hefur verið skoðuð yfir 6000 sinnum bara í febrúar, snilld í bala segi ég takk innilega fyrir þetta kæra fólk, ég gerði þennan frábæra rétt fyrst 15 september 2014 þá varð hún til í kollinum á mér uppskriftin sú, það skemmtilega við það er að hún varð til þegar ég vissi n.k.l ekkert hvað ég ætlaði að elda en var með kjúklingabringur fyrir framan mig 
0 Comments

Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaoasti 

2/24/2015

2 Comments

 
Picture
prófaði þennan guðdómlega pastarétt í dag 

  • 400 gr kjúklingabringur 
  • basil ( ferskt er betra )  
  • oregano 
  • timian 
  • sjávar salt 
  • nýmulin svartur pipar 
  • 1 búnt nýr aspas 
  • 2  hvitlauksrif 
  • 100 gr rjómaostur t.d. philadelphia
  • 1/3 bolli parmessan 
  • 2 dl matreiðslurjómi 
  • 1 bolli léttmjólk
  • 150 gr bacon

kjúklingurinn er skorin í hæfilega bita og steiktur í ólífuolíu kryddað með öllu kryddinu nema ef þið notið ferskt basil þá er það sett í lokin eða rétt áður en þið berið fram. Takið kjúklingin af pönnuni og geymið 
Sjóðið eða steikið aspasin og steikið beikonið geymið. Sjóðið pastað og verið með tilbúið á svipuðum tíma 
Setið Rjómaostin í pott og bætið við hvítlauk, salt og pipar, hellið mjólkini sama við smátt og smátt og svo rjómanum þá er parmessanostinum látið malla í 1-2 mín svo er kjúklingnum bætt við , beikoninu, og aspas látið malla smá stund og bætt við vökva ef þarf, má vera vatn annars mjólk.
Borið fram með pastanu, nýju brauði og salati 



2 Comments

Sukkulaðibita kaka Erlu 

2/23/2015

0 Comments

 
Picture
Ég vil kalla þessa köku sukkulaðibita köku Erlu því þetta er uppskrift frá Erlu tengdamömmu þessi kaka mynnir mig á hana enda er kakan ofur góð kaka eins og hún sem var ofur góð manneskja 

150 gr. smjörlíki
150 gr sykur
Þetta tvennt hrært vel. 
síðan 3 stk egg hrært saman við sykurinn og smjörlíkið.
að lokum restinn blandað saman við
það eru
175 gr hveiti 
25 gr. kartöflumjöl
1 tesk. lyfitduft
60 gr. suðusúkkulaði (ég set örugglega 100gr)
síðan 1 matsk mjólk.
0 Comments

Fáránlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu

2/20/2015

0 Comments

 
Picture
  • 3 kjúklingabringur skornar í 2-3 sneiðar efir endilöngu á breiðari kantinn, fer eftir stærð á bringum 
  • c.a 1/2 bolli brauðrasp 
  • 1/4 bolli parmesan ostur (rifin og skipt í 2 parta ) 
  • 1 egg ( eða 2 eggjahvítur ) pískað saman 
  • 200gr spínat fínt skorið 
  • 1 mossarella kúla 150gr
  • 3 msk ricotta ostur ( má sleppa og nota eitthvað annað) 
  • ólífuolía til að smyrja formið
  • rúmlega1 bolli ( uppáhalds pizza eða spaghetti sósan ykkur ) eða búið til ykkar eigin, ég gerði mín eigin.
  • Ítölsk krydd að eigin vali, ferkst er best t.d timian, rosmarin ef ekki er notað ferskt má jafnvel nota lamb islandia frá pottagöldrum
  • salt og pipar 

Byrjið á því að fletja aðeins út kjúklingasneiðarnar með flötum kjöthamri eða setið plast undir og ofan á og fletið með höndum. Hitið ofninn í 200°c
Blandið saman í skál brauðraspi og öðrum helmingnum af parmessan ostinum og í aðra skál egginu.
Skerið niður og setið í sér skál hálfa mossarella kúlu og setið saman við restina af parmessan ostinum ásamt c.a. 2 msk af eggi, ricotta osti og spínati, blandið vel saman.
Leggið kjúklinga sneið á disk, létt saltið og piprið, smyrjið c.a. 2 msk af osta-spínat blöndunni og rúllið síðan upp, veltið síðan rúlluni varlega i eggi og svo upp úr rasp/osta blöndunni leggið svo í eldfast mót sem búið er að smyrja með olíu og hafið saumhliðina niður, þá er óþarfi að pinna þetta saman. bakið í 25 mínútur og takið út úr ofninum og setið sósu yfir hverja rúllu og skiptið restinni af mossarella ostinum yfir og notið einhverja góða tegund af rifnum osti með eða setið meira af mossarella allt eftir hvað hugurinn girnist 

Pizza sósa
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 2 msk púrré
  • 1 tsk timian
  • 1 tsk hunang
  •  maldon salt eftir smekk
  • c.a.1/2 tsk svartu nýmalaður pipar
  • 1/2 laukur. smátt saxaður
  • 1 hvítlauksrif
  • 3 msk olía.
  • handfylli basillauf smátt skorin eða 1 tsk þurkað basil
laukur og hvítl. brúnað, skellið öllu öðru út í að undanskildu basil ef það er ferkst þá er það bara látið í eftir að þetta er látið malla á lágum hita í 20 m.

eins og sést á neðri myndinni þá setti ég þetta í full lítið mót og ég setti afgangin af spínat/osta blöndunni líka með i mótið þannig að þetta myndast ekki of vel hér . 
Ég bar þetta fram með soðnum hrísgrjónum og einföldu salati en það er örugglega líka gott að hafa pasta með þessu


0 Comments

Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum

2/13/2015

2 Comments

 
Picture
í tilefni af því að bolludagur er að nálgast þá ætla ég að pósta gamalli færslu aftur. 
hér er gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum sem kemur úr gömlu uppskrifta skruddunni hennar mömmu, þessi var alltaf bökuð á mínu æskuheimili. 

  • 65gr smjör eða smjörlíki 
  • 125gr Hveiti 
  • 3egg 
  • 2 og 1/2 dl vatn

Smjör og vatn er soðið saman í potti, hveitið látið saman við allt í einu og hrært viðstöðulaust þangað til degið er þykkt, kekkjalaust og losnar bæði við pott og sleif, þá er gott að setja í hrærivélaskál og breitt upp barmana á skálinni svo það verði fljótara að kólna, salt og sykur stráð yfir, þá er degið kælt það er þó í lagi að degið kólni ekki alveg. Þegar degið hefur kólnað nægjanlega er eggjunum hrært við einu af öðru hrært í 1-2 maín eftir að seinasta eggið er komið í, svo er deginu sprautað í toppa á bökunarpappír og látið í heitan ofninn 200°c og muna að hafa undirhitan meiri 
Picture
2 Comments

Geggjaður mexíkóskur ofnréttur 

2/3/2015

0 Comments

 
Picture
ég sá þetta á síðu góðri hjá vinkonu minni í Hollandi og varð auðvitað að prófa þennan Mexíkó ofnrétt 

fyrir 4 pers 

  • 1 laukur saxaður 
  • 3 hvítlauksgeiras smátt saxaðir 
  • 1/2 rautt chili smátt saxað
  • 1 rauð paprika söxuð 
  • 1 græn paprika söxuð 
  • 2 tómatar saxaðir 
  • gott mexíkó krydd eftir smekk ( ég átti ekki annað en taco krydd og lét það duga ) 
  • 400gr nautahakk 
  • 1 (400gr) dós nýrnabaunir  
  • 1 (400gr) dós svartbaunir 
  • 125 gr sýrður rjómi 
  • 150gr maís korn
  • 2 kúfaðar matskeiðar góð tómatsósa ég blandaði chili tómatsósu og venjulegri 
  • nachos flögur með salti 
  • rifin ostur til að setja yfir 
  • sjávar salt
  • pipar  
  • ólífu olía til að steikja upp úr
  • ég bætti reindar við líka grænum baunum (ekki úr dós) sem ég átti í afgang en það gerði þetta bara betra 


setið grænmetið (ekki tómatana) á pönnu með olíu og léttsteikið kryddið með mexíkó kryddi, bætið þá hakkinu á pönnuna og steikið og saltið og piprið. Setjið tómatana, mais korn og baunirnar á pönnuna ásamt sýrða rjómanum og tómatsósunni smakkið til með meira kryddi eða salti ef þörf er á. Setið nú gúmmelaðið í eldfast mót stingið nokkrum nachos í upp á rönd og svo rifin ost yfir, gott að nota glöndu af gouda og cheddar, skellið í ofninn sem þiðe eruð búin að forhita í 200°c og hitið í 20-30 mín eða þar til osturinn er gullinn. Berið fram með salati og heimalöguðu guacamole, þið finnið góða uppskrift af guacamole inni í sósur og meðlæti       
Picture
0 Comments

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly