Sætt bökudeig:
- 125gr mjúkt smjör
- 90gr sykur
- 1 egg
- 250gr hveiti
- 1 msk ískallt vatn ( ef þarf )
þeytið saman smjör og sykur í matvinnsluvél bætið egginu við og þeitið 30sec til viðbótar og þeytið í 30 í einu eða þar til degið loðir vel saman, gæti þurft að bæta við örlitlu ísköldu vatni, hnoðið degið á hveiti stráðu borði, mótið það í kringlótta köku og kælið í 30 mín.
Fletið degið út álíkaþykkt og hundrað krónupeningur,leggið í lausbotna bökuform og skerið burt deig sem er upp fyrir barmana, setið degið aftur í kæli í 30 mín.
hitið ofninn í 200°c eða 180°c ef þið eruð með blástur leggið bökunarpappír ofaná degið og setið farg ofan á t.d hrísgjón, setið formið í ofninn og bakið í 15-20 mín, takið þá fargið af og bakið áfram í 5 mín til viðbótar. Takið út og kælið.
vanillu krem :
- 250 ml mjólk
- 1/2 vanillustöng klofin eftir endilöngu og fræin skröpuð út ( ég notaði heila stöng og mun gera það aftur)
- 50 gr sykur
- 20 gr maísmjöl
- 3 eggjarauður
- 100ml rjómi
Setjið mjólk og vanillustöng og fræin í pott með 1 msk sykur og hitið rólega að suðu. Þeytið saman sykur maísmjöl og eggjarauður, Hellið mjólkinni varlega saman við. Skolið pottinn og hellið blöndunni aftur í í gegnum sigti. Hitið og hrærið stöðugt í þar til blandan þykknar en ekki láta sjóða, hellið aftur í skál og kælið, hrærið í öðru hvoru á meðan blandan þykknar. Þegar kremið er orðiðkallt þeytið þá rjóman og blandið gætilega við kremið. kælið þar til bera á bökuna fram.
toppur
- 500 gr hindber fersk ( skoluð)
- 2-3 msk hindberjasulta eða marmelaði
- 1msk heitt vatn ef þarf ( til að þynna sultuna)
Rétt áður en bakan er borin fram ( ég gerið þetta fyrir matin og setti svo bara í kæli ) þá er kremið sett á botninn og dreift úr og berjunum svo raðað fallega á. Hitið sultu eða hlaup og þynnið ef þarf og pennslið á berin. bakan er best ný
Ég bætti reindar um betur og bjó til smá skraut úr sykurmassa