Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

Geggjað Chimichurri með steikinni

2/28/2014

0 Comments

 
Picture
Chimichurri er stórkostlega gott með góðri steik

gott búnt Steinselja 
3 hvítlauks rif 
Smávegis knippi af Kóriander 
1 skartotlaukur
rúmlega 1/2 bolli góð ólífuolía
safi úr hálfri sítónu 
2 msk hvítvínsedik
sjávarsalt 
pipar
chilipipar flögur

saxið niður steinseljuna, kóríander og lauk setið í skál með hinu hráefninu blandið vel saman og njótið með góðri steik t.d nauta eða lamba. 

0 Comments

Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa

2/27/2014

0 Comments

 
Picture
Grænmetis tortillur í kvöld algerlega himneskt 

ég byrjaði að gera baunamaukið
  • 200 gr nýrnabaunir
  • Safi úr ½ lime
  • mexican fiesta eða piri piri krydd frá Pottagöldrum eftir smekk
  • 1 hvítlauksrif
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk sjávarsalt
  • Chilipipar á hnífsoddi

Allt maukað í matvinnsluvél. þessi uppskrift passar á 4 kökur ég var með tvöfalda uppskrift þannig að fyllingin passar á 8 kökur sem ættu að duga fyrir 5-6 manns 

fyllingin getur verið það grænmeti sem er til í ísskápnum hverju sinni og í dag var það.
  • 1 kúrbítur 
  • 1 laukur
  • 2 paprikur 
  • 1 lítið brokkoli
  • 1 bakki baunaspírur
  • c,a. 2 bollar eldað bankabygg
  • 250 gr rifinn ostur 

Ég skar niður allt grænmetið, setti laukinn, paprikur og brokkoli á pönnu og steikti  í c.a. 5 mín þá bætti ég kúrbítnum á og steikti í nokkrar mín. þá slökkti ég á hellunni og setti bankabyggið og leifði að hitna á meðan ég setti baunamaukið á tortilla kökur og fyllingurnni skipt yfir ég setti svo baunaspírur og og rifin ost rúllaði upp og setti í eldfast fat 
 Bakað við 200°C í ca 20 mín. Borið fram með salsa 

Salsað 

  • 6 tómatar
  • 1 græn paprika
  • 2 vorlaukar
  • 2 msk kóriander
  • 1 tsk sjávarsalt
  • Safi úr ½ lime

Saxa allt frekar smátt og blanda vel saman.

0 Comments

Kryddjurtasáning er hafin á bænum 

2/23/2014

0 Comments

 
Kryddjurta sáning hafin á þsessum bæ, Flatlaufa steinselja, Estragon, Rosmarin, Timian, Salvía, Kóriander, Basil, Oregano og Dill,
0 Comments

Marineraður og grillaður humar

2/22/2014

0 Comments

 
Picture
Eiginmaðurinn að störfum í eldhúsinu í dag og bauð upp á grillaðan humar á salatbeði. humarin var klipptur og svo marineraður í klukkutíma í  smjöri sem var kryddað með hvítlauk, berki af 1 sítrónu, maldonsalti og pipar. svo var hann grillaður og lagður á salatbeð. 
Dásamlega gott. 

0 Comments

Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati 

2/20/2014

0 Comments

 
Picture
Gott verð á laxi hjá Fiskikónginum í vikunni svo ég náði mér í 2 flök í dag sem voru 1500gr sem ætti að duga fyrir okkur fimm sem vörum heima ef við miðum við 300gr á mann.
þessi réttur fékk góða einkunn hjá öllum á heimilinu 

  • 1,5 kg Laxaflök
  • 1/2 rautt chilli ( fræhreinsað)
  • 1 hvítlaukur saxaður
  • 1 msk sítrónubörkur
  • 1/2 msk engifer ( rifið)
  • Sjávarsalt 
  • pipar (nýmulin)


Ég skar laxinn niður í mátuleg stykki og geymdi, gerði þá klárt chilli, hvítlauk, sítrónubörk og engifer og setti á pönnu ásamt ólífuolíu þetta verður kryddið á laxinn, ég hitaði upp að meðalhitað og beið þar til þetta hafði mýkst þá setti ég laxinn á pönnuna með roð hliðina upp, saltaði og pipraði og steikti í 3-4 mín þá snéri ég stykkjunum við og kláraði að steikja. ég bar þetta fram með bankabyggi, hvítlaukssósu Avocado í marineringu og salati

meðlætið:

Steikt bankabygg með hvítlauk
  • 2 dl Bankabygg ( soðið í 40 mín)
  • 1 rauðlaukur ( skorið )
  • 1/4 rautt chilli ( smátt skorrið ) 
  • 3 hvítlausrif ( smátt skorið )
  • 1/2 gul paprika (skorin í bita)
  • 1/2 tsk estragon
  • salt og pipar



allt sett á pönnuna nema bankabyggið salta og pipra, steikið þar til fer að brúnast þá er bankabyggið sett á og steikt í 2-3 mín, sett í skál og borið fram


hvítlaussósa 
  • 1 dós sýrður rjómi 
  • 1 hvítlauksrif ( smátt saxað)
  • safi úr 1/2 sírtónu
  • 2 msk góð ólífuolía 
  • smavegis lamb Íslandia krydd
  • sjávarsalt og pipar 
  • smá hlyn síróp


hrærið sýrðarjóman aðeins fyrst, skellið restinni út í og hrærið, smakkið ykkur til.

Avocado í dressingu
  • 1 stórt eða 2 lítil avocado, sem búið er að skera í sneiðar
  • 2 msk góð ólífuolía 
  • safi úr 1/4 af sítrónu 
  • svetta af hvítvinsediki 
  • skvetta hlynsíróp
  • sjávarsalt og pipar
  • smá steinselja  


pískið saman allt nema avocado sem þið setið í eftir á þetta er mjög gott með góðu salati 






0 Comments

Spænskar kjötbollur í tómatsósu

2/17/2014

0 Comments

 
Picture
fyrir 4

Ég gerði frábærar bollur í kvöld.
Þessar Spænsku kjötbollur eða Albondigas eru algengur taps réttur á Spáni en þær geta líka verið aðalréttur þá borin fram með hrísgrjónum, brauði eða jafnvel pasta. 

  • 500 gr Nautahakk 
  • 1 laukur fínsaxaður 
  • 1-2 hvítlauksgeirar fínsaxaðir 
  • 50 gr brauðmylsna 
  • 25 gr rifinn manchego eða cheddar ostur
  • 2 msk söxuð steinselja 
  • Gott sjávarsalt 
  • sartur pipar 
  • 1 egg, (hrært ) 
  • 2 msk ólífuolía til steikingar

Blandið saman hakki, lauk brauðmynslu, osti, og steinselju, kryddið vel með salti og pipar blandið svo egginu saman við með höndunum. Mótið nú litlar bollur c.a. 16 en passið að gera þær ekki of þéttar, setið plastfilmu yfir þær og setið í kæli í 30 mínútur þá verða bollurnar þéttari. 
Á meðan bollur bíða gerðum við sósuna.

  • 1 laukur fínsaxaður
  • 1-2 hvítlauksgeirar fínsaxaðir  
  • 120 ml þurrt hvítvín
  • 2 dósir tómatar 
  • 100 ml vatn
  • 1-2 tsk sykur
  • salt og pipar
  • 1 teningur kallo nautakraftur

 Steikið laukin þar til hann brúnast aðeins, hækkið þá hitan og bætið hvítvíninu út í  og sjóðið niður um helming, bætið þá tómötunum vatni og sykri út í og kryddið með salti og pipar, sjóðið á lágum hita í 10-15 mín, slökkvið þá undir.

Nú er komið að því að steikja bollurnar, brúnið þær á öllum hliðum hellið þá sósunni yfir og látið malla í 10-15 mín eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn. berið fram strax.
 

0 Comments

Kryddbrauð 

2/11/2014

0 Comments

 
Picture
Í kvöld gerði ég þetta dásamlega kryddbrauð með góðri súpu, uppskriftina af súpunni fann ég á smartland MBL http://www.mbl.is/smartland/matur/2014/02/10/itolsk_graenmetissupa/

Brauðið passar vel með súpum og ýmsum réttum s.s. pastaréttum. 


  • 20 gr pressuger eða tæplega 2 stk þurrger.
  • 1 1/2 dl volgt vatn
  • 150 gr hveiti
  • 1 dós kotasæla, lítil
  • 1 egg, við stofuhita
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk timjan, þurrkað
  • 1 tsk basilika, þurrkað
  • 250-300 gr hveiti

Vatni, geri og 150 gr af hveiti er blandað saman í stóra skál og látið standa þangað til blandan fer að freyða.

Þá er því sem eftir er af hráefni í deigið bætt út í og hrært í með sleif.

Látið hefast í 1 1/2 tíma eða þangað til það hefur tvöfaldast af umfangi.

Slegið niður og mótað brauð, og látið hefast í 30 mínútur.

Bakað við 190° hita í ca 40 mínútur eða þangað til kemur holhljóð þegar bankað er í brauðið

ég gerði reindar brauðbollur úr þessu og notaði ferskar kryddjurtir í staðin fyrir þurkaðar 


0 Comments

Beikon vafðar, fylltar svínalundir

2/9/2014

0 Comments

 
Picture
byrjið á að hreinsa sinina af og gerið gat með mjóum hníf í lundina endilanga án þess að skera hana í sundur svo er hægt að víkka gatið með sleif eða álíka.
ég var með  6 fullorðna í mat og gerði ráð fyrir að stóru strákarnir mínir borðuðu mikið en að öllu jöfnu ætti ein 5-600gr lund að duga fyrir 3 

  • 3 svínalundir 600 gr hver 
  • 1 fetakubbur 
  • 1 gráðostur 
  • 3 hvítlauksgeirar 
  • 1 grein rósmarín 
  • ferskur pipar 

ég setti gráðostinn bara eins og hann kom fyrir í eina lundina og blandaði hvítlauk og rósmaríni og ferskum pipar í fetaostinn sem ég var búin að saxa vel niður. 
svo tróð ég fera blöndinni í hinar 2 lundirnar. 
Ég brúnaði lundirnar á pönnu og vafði þær svo með beikoni og setti í ofn í 10 mín, svo þurfa lundirnar  að fá að hvíla í 10 mín áður en þær eru skornar. 
með lundunum hafði ég kartöflu báta sem ég kryddaði með hvítlauk, rósmarín, salt og pipar og setti svo extra virgin ólífu olíu og bakaði í ofni, ég gerði sósu sveppi á pönnuni sem ég hafði steikt lundirnar á, ég setti smjör á pönnuna og steikti svepppi hellti svo einum matreiðslu róma út á og smakkaði til með kjötkrafti, svo hafði ég ferskt salat, ég verð að segja að þetta var alveg æðislega gott.
Eins og venjulega set ég uppskriftina inn í kjötrétti og þá meira af myndum þar 

0 Comments

Rauðvínssósa með steikinni 

2/9/2014

0 Comments

 
Picture
þessi er frábær með nautasteikini. Við vorum með nautasteik á grillinu í gær og ég gerði þessa rauðvíssósu sem ég geri svo oft, það er ekki nauðsynlegt að nota sveppi mér finnst það bara gera svo gott bragð.
  • 1 skarlotlaukur fíntsaxaður 
  • nokkrir þurkaðir villisveppir sem búið að að bleita upp samkv, leiðbeiningum.  
  • 2dl Rauðvín
  • 1 dl vatn 
  • 1/2 teningur nautakraftur
  • balsamik edik 
  • akasíu hunang 
  • salt og nýmulin svartur pipar  


svissið laukin og sveppina, hellið rauðvíninu yfir og sjóðið í nokkar mínútur, bætið svo vatninu við og piparnum og nautakrafti.  sjóðið niður um helming, það tekur 20-30 mín, bragðbætið með balsamik edikinu og hunanginu ( það má nota annað sætuefni) og salti svo er hún bara þykkt eftir smekk með sósujafnara

0 Comments

Madras Kjúklingur

2/8/2014

0 Comments

 
Picture
var með þennan frábæra rétt í vikunni 

Madras Kjúklingur 

  • 600 gr kjúklingabringur 
  • 3 msk olía 
  • 2 laukar afhýddir og fínsaxaðir 
  • 2 sm engiferbútur afhýddur og rifin 
  • 3 hvítlauksgeirar fín saxaðir 
  • 1 tsk túrmerik 
  • 1 tsk kóreanderduft 
  • 2 tsk kummin duft (ekki kúmein)
  • 1- 1 og1/2 tsk sterkt chili duft
  • 6-8 karrílauf 
  • sjávar salt og svartur pipar 
  • 400 gr þroskaðir tómatar eða 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 300ml vatn 
  • 1 tsk Garam masala 
  • kóríander lauf 

Skerið kjúklinginn í litla bita og setið til hliðar. Hitið olíuna á pönnu steikið laukinn þar til hann er mjúkur og farin að brúnast. Hræðið kummindufti, kóreander dufti, turmerik, chili dufti  og karrílaufum samanvið og steikið í mínútu til viðbótar. kryddir kjúklinginn með salti og pipar og steikið með lauknum í 2-3 mínútur.
Bætið tómötum og vatninu út í og hitið að suðu. hrærið vel og lokið pönnunni. Látið malla í 30 mínútur og hrærið öðru hverju, ef uppgufun verður svo mikil að karríið fer að loða við botnin er bætt við smávegis vatni svo að það brenni ekki. 
Takið lokið af og bætið garam masala við. sjóðið 10 mínútur til viðbótar.  Saxið kóreander og stráið yfir áður en þið berið fram. 
Berið bram með hrísgrónum og naan brauði og ef til vill salati  

0 Comments
<<Previous

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly