Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

Ítölsk grænmetissúpa með tvisti 

4/29/2014

0 Comments

 
Picture
Ítölsk grænmetissúpa  var það sem ég fann góða uppskrift af en áður en varði var þetta ekki upphaflega súpan en góð var hún og krakkarnir hituðu upp afgangin í dag 

2 msk olía eða kokos feiti 
1 laukur, saxaður
1-2 hvítlauksgeirar
2-3 gulrætur, saxaðar smátt
1 lítið chili fræhreinsað og smátt saxað
2-3 sellerí stönglar, smátt saxaðir
2 paprikur skornar í bita
500gr tómatar, saxaðir
1 msk ferskt timian
Nýmalaður pipar
Salt
1 l vatn
1 msk grænmetis eða kjúklinga kraftur
500gr blómkál og eða spergilkál, smátt sax
100gr pasta
1 ds kjúklingabaunir   

Hitiðolíu í potti. Laukur og hvítlaukur látin krauma við meðalhita í smástund án þess að brúnast. Þá er gulrótum, sellerí, tómötum,  papriku, chuli, timian, pipar og salt bætt í og látið krauma nokkar mínútur til viðbótar. Þá er vatni og krafti bætt í og láutið malla í 15-20 mínundir loki. Blómkáli, spergilkáli kjúklingabaunir og pasta bætt í og látið malla í 8-10 mín til viðbótar smakkað til með salt og pipar. 
Ég sauð pastað sér og hafði með því sumir vilja forðast pasta og þá er líka hægt að bæta pastanu við eftir smekk hvers og eins. með þessu hafði ég spelt snittubrauð sem þykir ofur gott hér á bæ og er heimabakað 

0 Comments

Kjúklingur og heimalagað spelt taglíatelle 

4/23/2014

0 Comments

 
Picture
ég hef gert þennan rétt af og til í nokkur ár og er hann í miklu uppáhaldi hjá öllum á heimilinu en að þessu sinni breytti ég aðeins og gerði spelt pasta, mér láðist algerlega að taka mynd en ég bæti úr því síðar 

  • 4 bollar spelt 
  • 4 egg 
  • smá sjávar salt 
  • 4 msk extra virgin ólífu olía 

blandið hveiti og salti saman og pískið egg og olíu saman í skál, gerið miðju í hveitið og byrjið að hræra eggjunum saman við það hnoðið saman þar til það er sprungulaust. degið á ekki að vera of þurrt en ekki of btautt heldur, pakkið í plastfilmu og látið bíða í 20-30 mín áður en þið gerið pastað sem þið getið rúllað út með kökukefli eða notast við pastavél, ég er svo heppin að eiga pastavél.

á meðann pastadegið er í hvíld er gott að græja kjúklingaréttinn

  • 4 Kjúklingabringur  
  • 1 krukka grænt pestó 
  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar(olían er notuð líka) 
  • 2-3 hvítlauksrif ( smátt söxuð)
  • 1 ds. fetaostur 
  • 1 box sveppir 

Sólþurrkuðu tómmatarnir eru saxaðir Þeim er síðan hrært saman við pestóið (og líka olíunni af tómötunum) og hvítlauksrifinum blandað saman við. Þessari blöndu er svo makað utan á kjúklinginn og raðað í eldfast mót. sveppunum sem eru niðurskornir er dreift yfir. Steikt í 200 gráðu heitum ofni þar til orðið steikt í gegn. Þegar tíu mínútur eru eftir af steikingartímanum er fetaostinum dreift yfir kjúklinginn og steikt áfram. Sjóðið taglíatelli (helst ferskt) samkv. leiðbeiningunum og berið fram með kjúllanum, góðu brauði og parmesanosti. 

Ég er í miklu hollustu stuði svo ég gerði líka snittubrauð eftir uppskrift frá http://www.cafesigrun.com/  það kom mjög vel út með þessu 

0 Comments

Chili/hvítlauks kjúklingabringur

4/17/2014

0 Comments

 
Picture
Í dag var ákveðið að vera me kjúkligabringur en kryddið var ekki alveg á hreinu ég ákvað að endingu að nota chilibelgi. Ég kryddaði bringurnar einni klukkustund áður en ég eldaði þær. Ég skar hverja bringu í þrennt og kryddaði með sjávarsalti, papriku, 2 hvítlauksrif smátt söxuð og 8 litlum þurkuðum chilibelgjum sem ég marði og svona 1/2 dl ólífuolía.
þegar bringurnar voru búnar að vera í marineringu þá steikti ég þær á grillpönnu sem var með 1 söxuðu hvítlauksrifi á, svo hellti ég einum dl af hvítvíni á pönnuna lét sjóða í 5 mín og setti svo 1/2 dl af rjóma, smakkað til með sjávarsalti og þá var komin þessi fína sósa. Ég bar þetta fram með salati og híðishrísgrjónum 




0 Comments

Skellti í eina sæta köku

4/15/2014

0 Comments

 
Picture
Skellti í eina sæta köku fyrir dóttirina sem heldur upp á 16 ára afmælið sem var reindar þann áttunda en kakan tókst ágætlega

0 Comments

fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum

4/14/2014

0 Comments

 
Picture
Í sunnudags matin var fyllt kalkúnabringa hjá okkur og kartöflubátar í ofni við mikin fögnuð unglingana á heimilinu

  • kalkúnabringan er 1100gr 
  • 1/3 krukka feta ost 
  • 1 bréf góð parmaskinka 
  • 1/4 krukka sólþurkaðir tomatar 
  • 3 hvitlauksrif 
  • svartur pipar 

ég byrjaði á að skera allt smátt nema feta ostin og setti í skál svo setti ég feta ostinn og blandaði saman.  Ég gerði svo vasa í bringuna og tróð gúmmelaðinu í bringuna og setti hana í eldfast mót og kryddaði að utan með ferskri salvíu pipar og salt. setti í ofnin á 220°c 
Ég passaði að ausa yfir bringuna reglulega bara af olíuni sem kom í mótið og ég var með kjöthitamæli í til þess ap gæta ap hitastiginu

sósan
  • nokkrir sveppir,
  • 2 hvítlauks rif
  • nokkrir sólþurkaðir tómatar 
  • 1/4 af lauk
  • 1dl hvítvín
  • kjúklingakraftur
  • 3-4dl rjómi 
  • salt og pipar
sveppir, laukur, og tómatar er allt smátt saxað og svissað í smá olíu af tómötunum, þá er 1 dl hvítvín hellt yfir og soðið niður um helming þá bætti ég við nokkrum matskeiðum af kalkúnasoðinu úr mótinu og örlitlu af kjúklingakrafti og svo rjómi c.a. 3-4 dl kryddað með svörtum pipar og salti 

Kartöflur
nokkrar venjulegar kartöflur og ein stór sæt kartafla, ég byrjaði á að skera þær venjulegu í báta og setti í eldfast mót og setti góða ólífuolíu yfir, kryddaði með salti,  3 rif niðurskornum hvítlauk og fersku rósmarín, blandaði saman og setti í ofninn. Þá skar ég sætu karföfluna í hæfilega bita og bætti svo við þegar u.þ.b 25 mínútur voru eftir af eldunartíma  kartaflana. 

Ég bar þetta fram með fersku salati 






0 Comments

Speltpizza bara ansi góð og það besta er að það er ekki ger

4/12/2014

0 Comments

 
Picture
Ég ákvað að prófa hollari gerð af pizzu og útkoman kom vel á óvart, allir sem smökkuðu ánægðir 

Spelt Pizzabotn (gerir 2x 25 -30 cm pizzur)

  • 250g spelt, gott nota 1/2 gróft & 1/2 fínt í byrjun eða hvernig sem þið viljið
  • 3-4 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk óreganó
  • 1-2 msk lífræn ólífuolía
  • 125ml heitt vatn

þurrefnum blandað saman í skál og olíu og vatni hrært saman við með sleif, þegar deig kúla fer að myndast þá getur maður klárað með höndunum, passið að hnoða ekki meira en nauðsynlega þarf, nota fínt spelt til að setja á borðið þegar þið fletið út, svo er degið sett á bökunarplötu með bökunarpappír á og forbakað í 5 mínútur við 200°c og botnin farin að lyfta sér aðeins, þá er hann tekin út úr ofninum og sett á hann strax t.d heimalöguð pizzasósa og gott álegg og góður ostur yfir.

ég set hér inn aftur uppskrftina af Pizzasósunni minni.

Pizzasósa 
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 2 msk púrré
  • 1 tsk oregano
  • 1 tsk timian
  • 1 tsk sykur
  •  maldon salt eftir smekk
  • c.a.1/2 tsk svartu nýmalaður pipar
  • 1 laukur. smátt saxaður
  • 3 hvítlauksrif
  • 3 msk olía.
  • handfylli basillauf smátt skorin eða 1 tsk þurkað basil
laukur og hvítl. brúnað, skellið öllu öðru út í að undanskildu basil ef það er ferkst þá er það bara látið í eftir að þetta er látið malla á lágum hita í 20 m.  


meira af myndum með uppskriftinni undir "Brauðréttir og brauð" 

hvert ykkur til að prófa Spelt pizzu verði ykkur að góðu

0 Comments

Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingarbringum 

4/11/2014

0 Comments

 
Picture
Ég var með þessa frábæru súpu í gær, fann mér uppskrift en fyrr en varði var ég búin ða breita henni svo mikið að þetta var allt önnur súpa en ég ætlaði að gera en það er ekkert óvenjulegt að úr verði eitthvað nýtt og dásamlega gott 

  • 6-8 stk niðursneiddir hvítlauksgeirar (eftir smekk að sjálfsögðu)
  • 1-2 msk olía  má vera bragð- og lyktarlaus)
  • 1-2 msk karrý 
  • 1 msk túrmerik 
  • 1 stk niðursneiddur rauður chilli ( má sleppa)
  • 1 sæt kartafla (skera niður í smáa teninga eða þanni
  • 1 poki af meðalstórum gulrótum (hægt að miða við 10 stykki og skera niður í svipaða bita og kartöfluna)
  • 1 haus spergilkál (skera niður smátt)
  •  5 stórir ferskir tómatar skornir eða dós tómatar 
  • 1/2 l kókos mjólk eða kokos
  • 1 líter vatn
  • 2 msk gerlaus grænmetis eða kjúklingakraftur 
  • 1 ½ dl. Soðið bankabygg
  • Maldon salt eftir smekk
  • svartur pipar eftir smekk
  • Vænt búnt af ferskum kóríander ( sett í þegar súpan er tilbúin)
  • 2 kjúklingabringur smátt skornar, steiktar og saltaðar en það er algerlega í lagi að sleppa kjúklingnum

 Hvítlauk, kókosolíu, karrý, túrmerik og chilli blandað saman í pott og svissað, sætri kartöflu, gulrótum og spergilkáli bætt útí og látið krauma í 2-3 mín .
( geymið nokkra sprota af kálinu til hliðar) 
Tómötum, kókosmjólk og vatni ásamt grænmetiskrafti bætt út í pottinn.
Látið ná suðu og látið malla á miðlungshita í um 20 mínútur.
Því næst  er bankabygginu bætt út í 
svo er þetta maukað með  töfrasprota.
Þá er spergilkálsprotunum sem hafa verið geymdir bætt í og kjúklingarbringunum soðið í 10 mín
Ef súpan er of þykk fyrir þinn smekk þá nægir að bæta við vatni 
Í lokin er súpan smökkuð til með Maldon salti og,  svörtum  pipar og ferskum kóríander bætt út.
ég nennti ekki að baka brauð með þessu svo ég hafði pitubrauð frá Hatting með sem ég skar í 6 parta hvert og við ntuðnum til að dýfa í súpuna,  Bon apetit!

það verður mikið úr þessu þannig það var afgangur fyrir 3 eftir þegar við 5 vorum búin að borða í gær.




0 Comments

Rauðvíns marinerað og grillað lambalæri sem var á 45 ára afmælisdaginn 

4/11/2014

0 Comments

 
Picture
Mér láðist alveg að taka mynd af lærinu þegar það var búið að elda en gott var það að venju, þetta er uppáhalds marineringin mín en það er mjög gott að láta læri vera í þessu legi yfir nótt en fyrir lærissneiðar er nóg 2-3 tímar og best er að úrbeina lærið ég geri það alltaf þegar ég er með þessa marineringu til þess að fá sem mest bragð í kjötið. það er hægt að fá mjög góðar leiðbeiningar á netinu með úrbeiningu. 

Kryddlögur:

·         2 dl rauðvín
·         1 dl sojasósa
·         5 hvítlauksgeirar, pressaðir
·         3-4 stilkar rósmarín, grófsaxið nálarnar
·         1 lúka myntublöð, söxuð
·         1/2 msk nýmulinn pipar

Blandið öllu saman í skál og veltið kjötinu vel upp úr leginum þannig að hann þekji það alveg. Látið kjötið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir í ísskáp. Það spillir ekki fyrir að láta það liggja yfir nótt þótt það sé ekki nauðsynlegt. Takið kjötið úr ísskápnum og látið það ná stofuhita áður en þið eldið það. Haldið leginum til haga og penslið á kjötið að minnsta kosti einu sinni meðan það er grillað.

með þessu var ég með kartöflur sem voru eldaðar að deginum en svo skar ég þær í fjóra hluta og smjörsteikti á pönnu, sveppasósa og grænmeti 

0 Comments

Grillaðar kalkúnabringu sneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur 

4/10/2014

0 Comments

 
Picture
um síðustu helgi í sumarbústaðnum 
ég tók kalkúnabringu sneiðar og marineraði í um klukkustund og svo grillaði eiginmaðurinn elskulegi 
Marinering 

safi úr c.a. 1/2 sítrónu 
sítrónubörkur af c.a. háfri sítrónu
2 rif hvítlaukur smátt saxað 
c.a. 1 dl góð ólífuolía 
salt og pipar  
svo hefði ég viljað eiga ferskt oregano eða timian en jurtirnar vöru ekki orðnar nógu stórar svo ég skellti í lamb íslandia þar sem það var það eina sem ég átti til af þess háttar kryddum þann daginn.  Ég pískaði vel saman og vellti kalkúna sneiðunum upp úr marienringunni og lét standa í klukkustund á meðan gerði ég klárt líka sætar kartöflur í sneiðum penslað með góðri olíu salt og pipar gott að vera með rósmarín á kartöflunum líka, svo var það kúrbítur sem ég setti í sneiðar eftir endilöngu penslaði með olíu og saltaði og pipraði. 
þetta var svo grillað kartöflurnar þurftu c.a 15 mín. kalkúnasneiðarnar 8 mín en kúrbíturinn 6 mín og var þessu raðað á disk og salat og hvítlauks með sýrðrjómasósa með  

0 Comments

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly