Ljúft í munn og maga
Ljúft í munn og maga
  • Blog
  • Allar uppskriftir
  • Forréttir
    • Hörpudiskur í hvítvínssósu
    • Humar með orange, chili smöri
  • Kjöt og kjötréttir
    • Beikon hjúpaður hakkréttur í ofni
    • Indónesískar Kjötbollur
    • Geggjaður mexíkóskur ofnréttur
    • BBQ svínarif og hrásalat (coleslaw)
    • Úr afgangskjöti má gera dýrindis máltíð
    • Innbökuð nautalund eða beef wellington á áramótum
    • Beikonvafðar fylltar svínalundir
    • Klikkaður grillaður gráðosta borgari með beikoni og ananas
    • Marinerað og grillað lambalæri
    • Spænskar kjötbollur í tómatsósu
    • Nautasteik
    • Basic en góðar kjötbollur
    • Chili con carne
  • Indverskir réttir
    • Tandoori tigris rækjur
    • Bhuna
    • Madras kjúklingur
    • Jalferazi Kjúklingur
  • kjúklinga réttir og annað fuglakjöt
    • Hasselback kjúklingur með ricotta osti
    • Eldfast mót fullt af hollustu
    • Ljúfur Fennel Kjuklingur
    • Kjúklingalæri marineruð í appelsínu og five spice
    • Góð marinering fyrir kjúkling
    • Fyllt kalkúnalund með sveppasósu
    • Kjúklingapottréttur
    • Risotto með kjúkling og chorizo
    • Fáranlega góðar kjúklingarúllur með spínat og parmessan fyllingu
    • Piri piri, grillaður kjúklingur 
    • Afgangurinn af Piri piri kjúklingnum varð að ljúfengri máltíð
    • Kjúklingur á pönnu með sólþurkuðum og hvítlauk
    • Kjúklinga vorrúllur
    • Grilluð kjúklingaspjót með satay sósu, hrísgrónum og sweet chili salati
    • Chili/hvítlauks kjúklingabringur
    • Fyllt kalkúnabringa með parmaskinku og sólþurkuðum tómötum
    • Grillaðar kalkúnasneiðar, sætar kartöflur og kúrbítur
    • Líbanskur kjúklingur
    • Hunagsristuð önd
    • Piri Piri kjúklingur
    • Kjúklingur í ofni með Expresso rub
    • fyllt Kalkúnabringa
  • pastaréttir
    • Tortellini með piparosti og spergilkáli
    • Kjúklingapasta sem klikkar ekki
    • Heimagert Ravioli með kjötfyllingu
    • Kjúklingapasta í ofni
    • Rugl gott pasta með kjúkling, aspas og rjómaosti
    • Kjötsósan góða fyrir spaghetti
    • kjúklingur og spelt tagliatelle
    • Ferskt spelt pasta
    • Ferskt pasta
    • Carbonara pasta með beikon og grænum baunum
    • Lasagna að mínum hætti
    • Sítrónupasta með skinku.
  • Fiskréttir
    • Fiskur í ofni með sólþurkuðum og feta
    • Smálúða á osta risotto beði
    • Ofnbakaður lax me five spice
    • Sítrónu þorskur í ofni
    • Mín útgáfa af plokkfisk
    • Þorskur með parmaskinku og cheddarosti
    • Pönnusteiktur lax með bankabyggi og salati
    • Fiskur með kókos og engifer
    • Þorskur á spínatbeði
    • góðar Fiskibollur
    • Rauðspretturúllur með sólþurkuðum tómötum
    • Fiskur með AB Mjólk og pestó
    • Fiskur með aspas og fl bakað í ofni .
    • Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu
  • sósur og meðlæti
    • Bökuð kartöflu mús með bacon
    • Einfalt kartöflugratin
    • Grillað mais á stöngli
    • Tómatsallat með mozzarella
    • Góð sveppasósa
    • Sweet chili salat
    • Dýrindis kjúklingabauna salat
    • Koníakssósa
    • Chimichurri
    • Steikt bankabygg með hvítlauk
    • bernaise sósa
    • Rauðvínssósa með steikinni
    • Köld hvítlaukssósa
    • Sósa fyrir kalkún
    • Guacamole
    • Sætkartöflumús
    • hvítkálsalat
    • Smjörsteiktur Aspas
    • Rauðkál
  • Austurlönd
    • Indónesískur hvítlaukskjúklingur
    • Eggaldin feta og kryddjurtabollur
  • Súpur
    • Ungversk gullash súpa
    • Fiskisúpa Margrétar Lindu
    • ný útgáfa af tómatsúpunni
    • Kjúklingasúpa með hvítum baunum og góðu gúmelaði
    • Súpergóð tómatsúpa
    • Rjómalöguð súpa með heilum blómkálsbitum
    • Rjómalöguð sveppasúpa
    • Ítölsk grænmetissúpa með tvisti
    • Sætkartöflusúpa með chili, bankabyggi og kjúklingabringum
  • Brauðréttir og Brauð
    • Pitubrauð
    • Heilhveitibrauð sem er alltaf gott
    • Spelt Pizza
    • Kryddbrauð sem passar með súpum og ýmsum öðrum réttum
    • Afar einfalt brauð úr smiðju Sullivan street
    • Pizza a la Margrét
    • Focaccia brauð
    • Gerlaust nannbrauð 6
    • Brauðbaka með blaðlauk,tómötum, skinku og beikoni
    • Skinkubrauðterta
  • kökur og kaffibrauð
    • Sýrópskökur ( piparkökur)
    • Alger Blúnda
    • Hnoðuð lagterta, ( randalín )
    • Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð
    • Dásamlega góðar súkkulaðistangir
    • Súkkulaði skúffukaka
    • Súkkulaðibita kaka Erlu
    • Lagterta (hrærð)
    • Kókos toppar
    • Bananabrauð
    • Rabbabara pæ
    • Súkkulaðibita muffins
    • Spelt skonsur
    • Kleinur
    • Gömul en góð uppskrift af Vatnsdeigs bollum
    • Tertur
    • Kokosbollu terta
    • sörur
    • Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu
  • Eftirréttir
    • Súkkulaðimús
    • Bailys frómas
    • Hindberjasósa
    • Guðdómleg frönsk hindberjabaka
    • Mascarpone krem með hindberjasósu
    • Toblerone ís
  • Heilsuréttir og hollusta
    • Ofurhollt hrökk kex
    • Hummus
    • Grænmetis tortillur með heimagerðu salsa
  • Ýmislegt
    • Bökuð kartöflumús með beikon
    • fínt nammi fyrir hundana á heimilinu
    • Lambapíta með Tzatziki sósu
    • Heimagerður Ricotta ostur
    • Ofur ljúft Beileys konfekt
    • Silunga salat
  • köku skreytingarnar mínar
  • Um mig

Beikon hjúpaður hakk réttur í ofni 

2/28/2016

1 Comment

 
Picture
fyrir beikon unnendur er ekki úr vegi að vera með beikon hjúpaðan hakk rétt í ofni og ekki verra að nota góða hakkið frá Matarbúrinu sem er alltaf á allra aukaefna,  þetta dugar fyrir 5 manns. Allir voru bara mjög ánægðir með þetta hér á bæ enda bacon unnendur í meirihluta hér. 
  • 1 kg nautahakk
  • 1 egg
  • cheddar ostur, rifin ( magn eftir smekk )
  • gouda ostur, rifin ( magn eftir smekk)
  • 1/4 laukur, smátt saxaður
  • 1/2 bolli brauðmynsla ( ég gerði mína eigin) 
  • 1/2 paprika, söxuð
  • reykt papriku krydd
  • svartur pipar  
  • sjávar salt  
  • soya sósa
  • beikon 200gr

blandið saman í skál öllu nema ostinum, papriku, baconinu og soya sósu.
Leggið matarfilmu till hvoru megin við eldfasta mótið. og leggið beikonið í fatið eins og sést á myndunum og þrýstið helmingnum af hakkinu ofan á beikonið og setið paprikuna þar yfir og ofan á paprikuna dreifið þið ostinum síðan er restin af hakkinu sett yfir, ég setti matarfilmu á borðið og mótaði hakkið þar og setti svo ofan á í 3 pörtum, að seinustu er beikoninu sem er útfyrir  raðað saman ofan á hakkinu og penslað yfir með soya sósu, sett í ofn og eldað við 220°c í uþb klukkustund. 
Ég bar fram með þessu kartöflumús og salat og hrásalat fyrir þá sem það vildu 
1 Comment

Auðvelt Kartöflugratín 

2/28/2016

0 Comments

 
Picture
Með grillsteikinni í gær þá var ég með þetta auðvelda kartöflugratín sem bragðast alltaf voða vel. Ég var með rauðar kartöflur og gerði fyrir okkur hjónin bara en hafði vel af rjóma og sleppti sósu í staðin 
  • 300 gr kartöflur 
  • 2 rif hvítlaukur 
  • 2,5 dl matreiðslurjómi 
  • salt 
  • chili explosion
  • cheddar ostur  

sneiða kartöflurnar niður í þunnar sneiða og raða í botnin á eldföstu móti salt og chili explosion yfir og ostur og smá rjómi og annað lag yfir og salt rjómi og ostur yfir. 
ef þið gerið meira má alvega vea fleyri en 2 lög. ég hafði þetta í ofni í 50 mínútur, það dugði fyrir rauður kartöflurnar. 
0 Comments

hvítlauks olían á pizzuna 

2/20/2016

0 Comments

 
Picture
Ég gerði pizzu í gær sem hefur verið í uppáhaldi hjá flestum í fjölskyldunni og gerði hér uppdate af uppskriftinni minni en eitt af lykilatriðum fyrir góða er góð hvítlauksolía sem er auðvitað best heimagerð og auðvelt að gera, hér er mín útgáfa.

2 dl góð extra virgin ólífuolía 
2-3 stór hvítlauks rif pressuð 
smá sjávarsalt 
smá fersk steinselja ( sem ég set ef ég á hana til. 

þessu er bara blandað saman og látið standa helst í sólarhring fyrir notkun en 2-4 klst dugar alveg 
0 Comments

Þjóðhátíða snúðar og vínarbrauð

2/18/2016

2 Comments

 
Picture
Það er til urmull af kanelsnúða og vínarbrauðs uppskriftum, hér er sú sem ég hef notað hvað mest í gegnum árin og kemur hún frá fyrrverandi dengdó minni sem mér þykir líka endalaust vænt um, ég veit nú ekki hvernig nafnið er komið til en ég held því bara eins og það var hjá henni. 
  • 1kg hveiti
  • 250gr sykur 
  • 10 tsk lyftiduft 
  • 1 og 1/2 tsk hjartar salt 
  • 2 egg
  • 1/2 líter mjólk
  • 100gr smjör eða smjörlíki
  • rabbabara sulta fyrir vínarbrauðið og kanilsykur fyrir snúðana

ég geri venjulega 2 uppskriftir. Þetta er bara venjulegt hnoðað deig ég skipti deginu svo í tvennt og geri vínarbrauð með rabbabara sultu úr öðrum helmingnum og kanilsnúða úr hinum helmingnum ég pensla bræddu smjöri á útflatt degið áður en ég set kanilsykurinn á snúðana en það er ekki nauðsynlegt mér finnst það bara betra og fallegra. 
svo er það undir hverjum og einum komið hvort sett er súkkulaði glassúr eða bleikur glassúr á vínarbrauðið og snúðana, persónulega við ég snúðana ekki með glassúr en flestir á mínum bæ eru ekki á sama máli og vilja glassúrinn á bæði. Ég set glassúr á smávegis en set restina í frysti því mér finnst gott að eiga þessa snúða og vínarbrauð alltaf nýtt úr frystinum það geymist best þannig.
2 Comments

Hasselback kjúklingur með ricotta osti

2/16/2016

0 Comments

 
Picture
 Nú er það Hasselback kjúklingur með ricotta osti sem ég ætlaði að prófa. Ég bjó til ricotta ost í gær en hann má auðvitað gera samdægurs ef maður vill.
En allavega er þessi snilldar kjúklinga uppskrift hér og ekki skemmir hversu auðveld hún er. þetta er fyrir 4
  • 4 kjúklingabringur 
  • 120gr ricotta ostur 
  • 140gr spínat
  • salt og pipar 
  • chili explosion krydd
  • papriku krydd 
  • smá smjör á pönnuna
  • rifin cheddar ostur til að setja yfir

Hitið ofninn í 200°c. Byrjið á að setja smá olífu olíu á pönnu og skellið öllu spínatinu út á kryddið með öllu nema paprikunni og veltið um í 3-5 mínútur og setið þá ricotta ostinn saman við á pönnunni vinnið saman í um 30-60 sec smakkið til með kryddiog kælið síðan aðeins .
 skerið raufar í bringurnar með c.a, 1cm millibili og passið að skera ekki niður í gegn, fyllið í raufarnar með osta spínat blöndunni saltið og piprið yfir og setið í eldfast mót og setið rifin cheddar ost yfir allar bringurnar og paprikukryddið yfir ostinn setið í ofninn í 25-30 mín eftir stærð á bringunum. 

0 Comments

Heimagerður Ricotta

2/15/2016

0 Comments

 
Picture
í dag bjó ég til ricotta ost því hann er ekki auðvelt að fá í búðum og ég hef heyrt að hann sé mikið betri heimagerður en keyptur, ég hafði fyrirhugað að prófa nýjan rétt sem þarf ricotta ost í og tilvalið að gera sinn eigin heimagerða ost í réttinn, sem ég set inn síðar.

Ekta ricotta er gerður úr mysunni sem fellur til úr annarri ostagerð en orðið ricotta þýðir í raun "endursoðin", mysan er hituð aftur upp til að ná öllum mögulegum ostefnum úr henni sem hugsanlega geta setið eftir en þetta er gert til þess að nýta mjólkina til hins ýtrasta. Heimagerður ricotta er hinsvegar oftast gerður með nýmjólk
Það er hægt að sýra mjólkina með öðru en ediki, svo sem sítrónusafa eða súrmjólk, en hvort tveggja gefur ostinum þá mjög einkennandi bragð sem getur verið mjög gott. það er hægt að skipta út hluta af mjólkinni fyrir rjóma til að gera feitari ost ef fólk kýs það.

Heimagerður ricotta er fulkominn fyrir þá sem vilja byrja á að fikra sig áfram í ostagerð því hann er einfaldur og tekur enga stund að laga.

  • 1 líter nýmjólk
  • 2 msk 5% borðedik
  • 1/2 teskeið salt
Hrærið mjólkinni, edikinu og ½ teskeið af salti vel saman í miðlungsstórum potti og hitið rólega á lágum hita upp í 80°C. Hrærið oft í með sleikju og skrapið botninn á pottinum til að koma í veg fyrir að mjólkin brenni við.þið munuð sjá þegar Þegar mjólkin nær 80°C og mysan er orðin gulgræn á lit, rennið sleikju meðfram brúnum pottsins til að losa ostefnin sem hafa fest þar. Setjið lok á pottinn, takið hann af hitanum og látið standa í 10 mínútur.
Setjið sigti í skál, leggið sótthreinsaðan grisjuklút ofan í og flytjið ostinn yfir í klútinn með gataspaða. Stráið ½ teskeið af salti yfir ostinn og veltið honum rólega um. Leggið horn klútsins yfir ostinn til að hylja hann og leyfið mysunni að leka af honum í um 5 mínútur, eða lengur ef óskað er eftir þurrari osti.
Ég tók smávegis af ostinum og bragðbætti með saxaðri steinselju, salti og hvítlausdutfi og hafði ofan á glænýtt hrökk kex
Osturinn geymist í ísskáp í um viku en er bestur nýlagaður.

þetta magn gerir um 200 gr af osti 

0 Comments

Focaccia brauð

2/3/2016

0 Comments

 
Picture
í kvold var ég með Carbonapasta, gerði reindar líka ferskt pasta og gerði Focaccia brauðið sem ég hef gert svo oft nema ég breytti að eins í sambandi við gerið ég notaði þurrger 1, 1/2 tsk en ekki pressuger og lengdi þá hefingartíman um 30 mín. þetta heppnaðist frábærlega og ég held bara að þetta hafi verið besta Focacciabrauð sem ég hef smakkað 

set hér upprunalegu uppskrfitina með pressugerinu sem er líka inní brauðdálkinum hér til hliðar

uppskrift frá Jóa Fel, heppanst alltaf rosalega vel, vinsælasta matarbrauðið á mínu heimili 

450 g hveiti
70 g semolinohveiti
15 g pressuger
10 g salt
50 g ólífuolía
320 g vatn
setjið saman hveiti og semolina, brjótið gerið saman við með fingrunum. Setjið vatn og olíu út í ásamt saltinu. Vinnið deigið rólega saman í 2 mín., vinnið svo deigið á miðjuhraða í ca. 6–7 mín. Deigið á að vera svolítið klístrað. Sláið deiginu upp í kúlu og látið það standa undir rökum klút í 60 mín. 
setjið deigið á plötu eftir 1 klst. í hefingu. Fletjið deigið út með höndunum en gætið þess að lemja það ekki
mikið niður. Reynið að hafa deigið jafn þykkt á plötunni. Penslið vel með ólífuolíu yfir deigið, setjið maldonsalt yfir og ferskt rósmarin. Setjið
mikið af puttaförum í deigið. Setjið deigið inn í 250°C heitan ofninn, úðið vatni
um leið og deigið er sett inn í ofninn, lækkið hitann niður í 230°C og bakið í um 13–15 mín.
Bakið þar til brauðið er gullið að lit.
0 Comments

    Archives

    June 2019
    May 2019
    January 2018
    September 2017
    June 2017
    May 2017
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly