þessi uppskrift ætti að duga fyrir 6 manns.
- 500gr tortellini ( ég keypti úr fersku pasta)
- 1 gott búnt spergilkál
- 250 gr sveppir
- 1 paprika ( hvað lit sem er )
- 1 laukur
- 5 hvítlauksrif
- 500ml rjómi eða matreiðslurjómi
- 1 piparostur
- salt og pipar
- rifin ostur ( eftir smekk)
- ólífuolía til steikingar
Ef notað er þurrkað tortellini þá þarf að sjóða það áður en ég notaði ferskt svo það fór bara beint í eldfasta mótið.
Spergilkál, laukur, paprika og sveppir er skorið niður og léttsteikt í ólífuolíu og kryddað með salt og pipar. Piparosturinn er skorin niður, settur í pott og bræddur í rjómanum. Öllu blandað saman og sett yfir tortellini sem er í eldfasta mótinu. Rifin ostur settur yfir og bakað í ofni þar til osturinn er gullinn. borið fram með salati og snittubrauði.
þetta bragðaðist mikið betur en minningin sagði mér.