- afgangur af kjúklingum ( sem var örugglega 300gr af hreinu kjöti )
- afgangur af grjónunum ( sem var c.a. 1 og 1/2 bolli)
- 3 vel stórir sveppir
- 1/2 rauð paprika
- nokkrar snjóbaunir
- ólífuolía
- salat
- nokkrir konfekt tómatar
ég byrjaði á að setja salat á diska og konfekttómata sem ég var búin að skera í helming þá skar ég sveppi, papriku og baunir niður og steikti á pönnu og saltaði ég setti þetta yfir salatið, Ég var búin að skera niður kjúklingakjötið svo ég skellti því á pönnuna setti vel af ólífuolíu yfir ég saltaði og setti svo rúma matskeið af piri piri sósunni góðu frá Saffran og blandaði vel svo setti ég grjónin út á og hitaði, skellti þessu svo yfir salatið og bar fram með piri piri sóunni. það eina sem mér fannst vanta með þessu var feta ostur