hakkmagnið má auðveldlega auka eða draga úr og þá er bara að aðlaga restina af hráefniu
- 800 gr nautahakk
- 1 bolli brauðrasp ( heimagert er best )
- 1 msk maldonsalt
- nýmalaður pipar
- c.a tsk paprikuduft
- 1 Kallo nauta teningur ( leystur upp í msk sjóðandi vatn)
- 1 egg
- 1-2 matskeiðar tómatkraftur
Setið allt í skál og blandið saman, búið síðan til bollur á stærð við golfbolta og steikið, hellið vatni yfir og setið 1 kallo tening til viðbótar af nautakrafti, ef þið eigið ekki kallo kraft þá setið þið bara þann kraft sem þið eigið. Sjóðið bollurnar í 10 mín á lágum hita eða þar til bollurnar eru soðnar í gegn, tékkið bara á þeim með því að taka eina bollu í sundur, eldunartími fer eftir hvað bollurnar eru stórar, takið þær þá af pönnunni og gerið sósu úr soðinu, ég var búin að stekja lauk áður en ég steikti bollurnar og setti hann með í soðið munið að smakka til með salti, pipar og krafti svo þykkti ég sósuna með smörbollu hægt að þykkja hana hvernig sem sem ykkur finnst best en þetta er best ég nota ekki endilega smjörbollu alltaf stundum hristi ég hveiti og vatn og jafna með því. Borið fram með kartöflumús, best ef maður síður kartöflur og gerir mús úr þeim, það er misjafnt hvað hver og einn vill sem meðlæti hjá okkur sumrir vilja bara grænar baunir og rauðkál og arir vilja soðið brokkoli og gulrætur, Í þetta skipti var það grænar baunir, rauðkál og salat fyrir þá sem það vildu.