
byrjið á að hreinsa sinina af og gerið gat með mjóum hníf í lundina endilanga án þess að skera hana í sundur svo er hægt að víkka gatið með sleif eða álíka.
ég var með 6 fullorðna í mat og gerði ráð fyrir að stóru strákarnir mínir borðuðu mikið en að öllu jöfnu ætti ein 5-600gr lund að duga fyrir 3
ég setti gráðostinn bara eins og hann kom fyrir í eina lundina og blandaði hvítlauk og rósmaríni og ferskum pipar í fetaostinn sem ég var búin að saxa vel niður.
svo tróð ég fera blöndinni í hinar 2 lundirnar.
Ég brúnaði lundirnar á pönnu og vafði þær svo með beikoni og setti í ofn í 10 mín, svo þurfa lundirnar að fá að hvíla í 10 mín áður en þær eru skornar.
með lundunum hafði ég kartöflu báta sem ég kryddaði með hvítlauk, rósmarín, salt og pipar og setti svo extra virgin ólífu olíu og bakaði í ofni, ég gerði sósu sveppi á pönnuni sem ég hafði steikt lundirnar á, ég setti smjör á pönnuna og steikti svepppi hellti svo einum matreiðslu róma út á og smakkaði til með kjötkrafti, svo hafði ég ferskt salat, ég verð að segja að þetta var alveg æðislega gott.
Eins og venjulega set ég uppskriftina inn í kjötrétti og þá meira af myndum þar
ég var með 6 fullorðna í mat og gerði ráð fyrir að stóru strákarnir mínir borðuðu mikið en að öllu jöfnu ætti ein 5-600gr lund að duga fyrir 3
- 3 svínalundir 600 gr hver
- 1 fetakubbur
- 1 gráðostur
- 3 hvítlauksgeirar
- 1 grein rósmarín
- ferskur pipar
ég setti gráðostinn bara eins og hann kom fyrir í eina lundina og blandaði hvítlauk og rósmaríni og ferskum pipar í fetaostinn sem ég var búin að saxa vel niður.
svo tróð ég fera blöndinni í hinar 2 lundirnar.
Ég brúnaði lundirnar á pönnu og vafði þær svo með beikoni og setti í ofn í 10 mín, svo þurfa lundirnar að fá að hvíla í 10 mín áður en þær eru skornar.
með lundunum hafði ég kartöflu báta sem ég kryddaði með hvítlauk, rósmarín, salt og pipar og setti svo extra virgin ólífu olíu og bakaði í ofni, ég gerði sósu sveppi á pönnuni sem ég hafði steikt lundirnar á, ég setti smjör á pönnuna og steikti svepppi hellti svo einum matreiðslu róma út á og smakkaði til með kjötkrafti, svo hafði ég ferskt salat, ég verð að segja að þetta var alveg æðislega gott.
Eins og venjulega set ég uppskriftina inn í kjötrétti og þá meira af myndum þar