
Í dag var ákveðið að vera me kjúkligabringur en kryddið var ekki alveg á hreinu ég ákvað að endingu að nota chilibelgi. Ég kryddaði bringurnar einni klukkustund áður en ég eldaði þær. Ég skar hverja bringu í þrennt og kryddaði með sjávarsalti, papriku, 2 hvítlauksrif smátt söxuð og 8 litlum þurkuðum chilibelgjum sem ég marði og svona 1/2 dl ólífuolía.
þegar bringurnar voru búnar að vera í marineringu þá steikti ég þær á grillpönnu sem var með 1 söxuðu hvítlauksrifi á, svo hellti ég einum dl af hvítvíni á pönnuna lét sjóða í 5 mín og setti svo 1/2 dl af rjóma, smakkað til með sjávarsalti og þá var komin þessi fína sósa. Ég bar þetta fram með salati og híðishrísgrjónum
þegar bringurnar voru búnar að vera í marineringu þá steikti ég þær á grillpönnu sem var með 1 söxuðu hvítlauksrifi á, svo hellti ég einum dl af hvítvíni á pönnuna lét sjóða í 5 mín og setti svo 1/2 dl af rjóma, smakkað til með sjávarsalti og þá var komin þessi fína sósa. Ég bar þetta fram með salati og híðishrísgrjónum