
vorum að fara að sjá Stomp með krökkunum í gær þannig ég ákvað að hafa einn af uppáhaldsréttum krakkana sítrónupastað sem er svo vinsælt og gerði með því Focaccia brauð eftir uppskrift frá Jóa Fel, heppanst alltaf rosalega vel
450 g hveiti
70 g semolinohveiti
15 g pressuger
10 g salt
50 g ólífuolía
320 g vatn
setjið saman hveiti og semolina, brjótið gerið saman við með fingrunum. Setjið vatn og olíu út í ásamt saltinu. Vinnið deigið rólega saman í 2 mín., vinnið svo deigið á miðjuhraða í ca. 6–7 mín. Deigið á að vera svolítið klístrað. Sláið deiginu upp í kúlu og látið það standa undir rökum klút í 60 mín.
setjið deigið á plötu eftir 1 klst. í hefingu. Fletjið deigið út með höndunum en gætið þess að lemja það ekki
mikið niður. Reynið að hafa deigið jafn þykkt á plötunni. Penslið vel með ólífuolíu yfir deigið, setjið maldonsalt yfir og ferskt rósmarin. Setjið
mikið af puttaförum í deigið. Setjið deigið inn í 250°C heitan ofninn, úðið vatni
um leið og deigið er sett inn í ofninn, lækkið hitann niður í 230°C og bakið í um 13–15 mín.
Bakið þar til brauðið er gullið að lit.
450 g hveiti
70 g semolinohveiti
15 g pressuger
10 g salt
50 g ólífuolía
320 g vatn
setjið saman hveiti og semolina, brjótið gerið saman við með fingrunum. Setjið vatn og olíu út í ásamt saltinu. Vinnið deigið rólega saman í 2 mín., vinnið svo deigið á miðjuhraða í ca. 6–7 mín. Deigið á að vera svolítið klístrað. Sláið deiginu upp í kúlu og látið það standa undir rökum klút í 60 mín.
setjið deigið á plötu eftir 1 klst. í hefingu. Fletjið deigið út með höndunum en gætið þess að lemja það ekki
mikið niður. Reynið að hafa deigið jafn þykkt á plötunni. Penslið vel með ólífuolíu yfir deigið, setjið maldonsalt yfir og ferskt rósmarin. Setjið
mikið af puttaförum í deigið. Setjið deigið inn í 250°C heitan ofninn, úðið vatni
um leið og deigið er sett inn í ofninn, lækkið hitann niður í 230°C og bakið í um 13–15 mín.
Bakið þar til brauðið er gullið að lit.