
ég hef gert þennan rétt af og til í nokkur ár og er hann í miklu uppáhaldi hjá öllum á heimilinu en að þessu sinni breytti ég aðeins og gerði spelt pasta, mér láðist algerlega að taka mynd en ég bæti úr því síðar
blandið hveiti og salti saman og pískið egg og olíu saman í skál, gerið miðju í hveitið og byrjið að hræra eggjunum saman við það hnoðið saman þar til það er sprungulaust. degið á ekki að vera of þurrt en ekki of btautt heldur, pakkið í plastfilmu og látið bíða í 20-30 mín áður en þið gerið pastað sem þið getið rúllað út með kökukefli eða notast við pastavél, ég er svo heppin að eiga pastavél.
á meðann pastadegið er í hvíld er gott að græja kjúklingaréttinn
Sólþurrkuðu tómmatarnir eru saxaðir Þeim er síðan hrært saman við pestóið (og líka olíunni af tómötunum) og hvítlauksrifinum blandað saman við. Þessari blöndu er svo makað utan á kjúklinginn og raðað í eldfast mót. sveppunum sem eru niðurskornir er dreift yfir. Steikt í 200 gráðu heitum ofni þar til orðið steikt í gegn. Þegar tíu mínútur eru eftir af steikingartímanum er fetaostinum dreift yfir kjúklinginn og steikt áfram. Sjóðið taglíatelli (helst ferskt) samkv. leiðbeiningunum og berið fram með kjúllanum, góðu brauði og parmesanosti.
Ég er í miklu hollustu stuði svo ég gerði líka snittubrauð eftir uppskrift frá http://www.cafesigrun.com/ það kom mjög vel út með þessu
- 4 bollar spelt
- 4 egg
- smá sjávar salt
- 4 msk extra virgin ólífu olía
blandið hveiti og salti saman og pískið egg og olíu saman í skál, gerið miðju í hveitið og byrjið að hræra eggjunum saman við það hnoðið saman þar til það er sprungulaust. degið á ekki að vera of þurrt en ekki of btautt heldur, pakkið í plastfilmu og látið bíða í 20-30 mín áður en þið gerið pastað sem þið getið rúllað út með kökukefli eða notast við pastavél, ég er svo heppin að eiga pastavél.
á meðann pastadegið er í hvíld er gott að græja kjúklingaréttinn
- 4 Kjúklingabringur
- 1 krukka grænt pestó
- 1 krukka sólþurrkaðir tómatar(olían er notuð líka)
- 2-3 hvítlauksrif ( smátt söxuð)
- 1 ds. fetaostur
- 1 box sveppir
Sólþurrkuðu tómmatarnir eru saxaðir Þeim er síðan hrært saman við pestóið (og líka olíunni af tómötunum) og hvítlauksrifinum blandað saman við. Þessari blöndu er svo makað utan á kjúklinginn og raðað í eldfast mót. sveppunum sem eru niðurskornir er dreift yfir. Steikt í 200 gráðu heitum ofni þar til orðið steikt í gegn. Þegar tíu mínútur eru eftir af steikingartímanum er fetaostinum dreift yfir kjúklinginn og steikt áfram. Sjóðið taglíatelli (helst ferskt) samkv. leiðbeiningunum og berið fram með kjúllanum, góðu brauði og parmesanosti.
Ég er í miklu hollustu stuði svo ég gerði líka snittubrauð eftir uppskrift frá http://www.cafesigrun.com/ það kom mjög vel út með þessu