
Spurningin var í gær hvað ætti að vera í matinn enn og aftur, ég var búin að afþýða voðalega gott nautahakk sem ég hafði keypt á Hálsi í Kjós, frábært að kaupa hakk og kjöt hjá þeim, spurningin var hvað ætti að gera við það, dóttirin stakk upp á spaghetti og kjötsósu sem úr varð að ég gerði. Þetta er í gruninn sama sósa og er í lasagnanu mínu en núna eins og svo oft áður notaði ég bara það sem var til í skápnum.
ég bar þetta fram með spaghetti pasta sem var soðið samkv, leiðbeiningum á pakkanum þar sem ég nennti ekki að gera ferskt pasta í þetta sinn, ferskum parmessan og heimagerðu snittubrauði uppskrift frá "cafesigrún" sem ég átti í frysti og heimagerðri hvítlauksolíu og dásamlega gott auðvitað og svo fór restin í nestisbox heimilisfólks.
- c.a 500 gr nautahakk
- 1-2 dósir niðursoðnir tómatar (ég notaði 2)
- 1 lítil dós tómatpúrre (2-3 msk)
- 1 laukur
- 1-2 sellery stönglar
- 1 rauð paprika smátt skorin
- 3-6 hvítlauksgeirar ( eftir smekk)
- 1-2 tsk nautakraftur ( smakka til )
- Salt og pipar ( smakka til )
- ferkst timian saxað c.a.2 tsk , ( má nota þurkað)
- Basil gott búnt ef þið notið ferska það er best eða c.a 1 tsk þurkaða
- pasta 100gr á mann úr pakka eða 1 egg á mann í pasta ef þið gerið ferskt
ég bar þetta fram með spaghetti pasta sem var soðið samkv, leiðbeiningum á pakkanum þar sem ég nennti ekki að gera ferskt pasta í þetta sinn, ferskum parmessan og heimagerðu snittubrauði uppskrift frá "cafesigrún" sem ég átti í frysti og heimagerðri hvítlauksolíu og dásamlega gott auðvitað og svo fór restin í nestisbox heimilisfólks.