
Í kvöld gerði ég þetta dásamlega kryddbrauð með góðri súpu, uppskriftina af súpunni fann ég á smartland MBL http://www.mbl.is/smartland/matur/2014/02/10/itolsk_graenmetissupa/
Brauðið passar vel með súpum og ýmsum réttum s.s. pastaréttum.
Vatni, geri og 150 gr af hveiti er blandað saman í stóra skál og látið standa þangað til blandan fer að freyða.
Þá er því sem eftir er af hráefni í deigið bætt út í og hrært í með sleif.
Látið hefast í 1 1/2 tíma eða þangað til það hefur tvöfaldast af umfangi.
Slegið niður og mótað brauð, og látið hefast í 30 mínútur.
Bakað við 190° hita í ca 40 mínútur eða þangað til kemur holhljóð þegar bankað er í brauðið
ég gerði reindar brauðbollur úr þessu og notaði ferskar kryddjurtir í staðin fyrir þurkaðar
Brauðið passar vel með súpum og ýmsum réttum s.s. pastaréttum.
- 20 gr pressuger eða tæplega 2 stk þurrger.
- 1 1/2 dl volgt vatn
- 150 gr hveiti
- 1 dós kotasæla, lítil
- 1 egg, við stofuhita
- 1 tsk salt
- 1 tsk timjan, þurrkað
- 1 tsk basilika, þurrkað
- 250-300 gr hveiti
Vatni, geri og 150 gr af hveiti er blandað saman í stóra skál og látið standa þangað til blandan fer að freyða.
Þá er því sem eftir er af hráefni í deigið bætt út í og hrært í með sleif.
Látið hefast í 1 1/2 tíma eða þangað til það hefur tvöfaldast af umfangi.
Slegið niður og mótað brauð, og látið hefast í 30 mínútur.
Bakað við 190° hita í ca 40 mínútur eða þangað til kemur holhljóð þegar bankað er í brauðið
ég gerði reindar brauðbollur úr þessu og notaði ferskar kryddjurtir í staðin fyrir þurkaðar