
Kidda minn langaði agalega að fá Piri Piri kjúkling í matin.
Piri Piri er á Swahili og þíðir Pipar pipar, piparplantan kom til Goa á Indlandi með Portugölum og og einnig til Mosambik og Angola og er þessi réttur af sumum talin vera Portugalskur en af öðrum Portugalskur/ Afrískur
Piri piri kjúklingur
sósan
allt sett í blandara og maukað vel smakkað til með paprikukryddinu og salti. kjúklingahlutarnir settir í eldfast mót, ég var með einn kjúkling sem ég hlutaði í sundur, það passar hvaða hluti sem er svo það er vel hægt að hafa bara vængi ef fólk vill það. 4-3 msk af sósunni settar á kjúklinginn og 3-4 msk góð ólífuolía og fuglinum vellt upp úr, plastfilma sett yfir og látið bíða í a.m.k klukkustund, má vera yfir nótt það væri betra. kjúklingurinn eldaður í ofni á 220°c þar til hann er tilbúin. Ég bar þetta fram með soðnum híðishrísgrjónum, piri piri sósunni sem var afgangs og fesku salati
Piri Piri er á Swahili og þíðir Pipar pipar, piparplantan kom til Goa á Indlandi með Portugölum og og einnig til Mosambik og Angola og er þessi réttur af sumum talin vera Portugalskur en af öðrum Portugalskur/ Afrískur
Piri piri kjúklingur
sósan
- 1 rauður Laukur
- 4 rif hvítlaukur
- 3-4 rauð chilli
- 2 msk, reykt paprika
- 1- 1 og 1/2 sítróna
- 3-4 msk hvítvínsedik
- 2 msk Worcestershire sósa
- gott búnt fersk basilika
- salt og pipar
allt sett í blandara og maukað vel smakkað til með paprikukryddinu og salti. kjúklingahlutarnir settir í eldfast mót, ég var með einn kjúkling sem ég hlutaði í sundur, það passar hvaða hluti sem er svo það er vel hægt að hafa bara vængi ef fólk vill það. 4-3 msk af sósunni settar á kjúklinginn og 3-4 msk góð ólífuolía og fuglinum vellt upp úr, plastfilma sett yfir og látið bíða í a.m.k klukkustund, má vera yfir nótt það væri betra. kjúklingurinn eldaður í ofni á 220°c þar til hann er tilbúin. Ég bar þetta fram með soðnum híðishrísgrjónum, piri piri sósunni sem var afgangs og fesku salati