
- 6-8 stk niðursneiddir hvítlauksgeirar (eftir smekk að sjálfsögðu)
- 1-2 msk olía má vera bragð- og lyktarlaus)
- 1-2 msk karrý
- 1 msk túrmerik
- 1 stk niðursneiddur rauður chilli ( má sleppa)
- 1 sæt kartafla (skera niður í smáa teninga eða þanni
- 1 poki af meðalstórum gulrótum (hægt að miða við 10 stykki og skera niður í svipaða bita og kartöfluna)
- 1 haus spergilkál (skera niður smátt)
- 5 stórir ferskir tómatar skornir eða dós tómatar
- 1/2 l kókos mjólk eða kokos
- 1 líter vatn
- 2 msk gerlaus grænmetis eða kjúklingakraftur
- 1 ½ dl. Soðið bankabygg
- Maldon salt eftir smekk
- svartur pipar eftir smekk
- Vænt búnt af ferskum kóríander ( sett í þegar súpan er tilbúin)
- 2 kjúklingabringur smátt skornar, steiktar og saltaðar en það er algerlega í lagi að sleppa kjúklingnum
Hvítlauk, kókosolíu, karrý, túrmerik og chilli blandað saman í pott og svissað, sætri kartöflu, gulrótum og spergilkáli bætt útí og látið krauma í 2-3 mín .
( geymið nokkra sprota af kálinu til hliðar)
Tómötum, kókosmjólk og vatni ásamt grænmetiskrafti bætt út í pottinn.
Látið ná suðu og látið malla á miðlungshita í um 20 mínútur.
Því næst er bankabygginu bætt út í
svo er þetta maukað með töfrasprota.
Þá er spergilkálsprotunum sem hafa verið geymdir bætt í og kjúklingarbringunum soðið í 10 mín
Ef súpan er of þykk fyrir þinn smekk þá nægir að bæta við vatni
Í lokin er súpan smökkuð til með Maldon salti og, svörtum pipar og ferskum kóríander bætt út.
ég nennti ekki að baka brauð með þessu svo ég hafði pitubrauð frá Hatting með sem ég skar í 6 parta hvert og við ntuðnum til að dýfa í súpuna, Bon apetit!
það verður mikið úr þessu þannig það var afgangur fyrir 3 eftir þegar við 5 vorum búin að borða í gær.